Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Fólkið greindist með veiruna í skimun fyrir brottför í byrjun vikunnar. Vísir/vilhelm Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42