Mögnuð endurkoma í sögulegum sigri Clippers - Oddaleikur framundan í Philadelphiu Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 09:30 Terance Mann og Reggie Jackson fóru báðir mikinn í sögulegum sigri Clippers. Getty Images/Kevork Djansezian Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tryggðu sæti sitt í úrslitum Vesturdeildarinnar og Philadelphia 76ers héldu vonum sínum á lífi með naumum sigri á Atlanta Hawks austanmegin. Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Eftir sitthvorn þriggja stiga sigur Hawks í síðustu tveimur leikjum var ekki síður búist við spennandi viðureign milli Philadelphiu 76ers og Atlanta Hawks í Atlanta í gærkvöld. Sigur myndi duga heimamönnum áfram þar sem þeir leiddu einvígið 3-2. Þeir byrjuði betur í leik sem varð vissulega jafn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-22 fyrir þá rauðklæddu en í hálfleik var hún 51-47 fyrir Atlanta. Gestirnir sýndu styrk sinn eftir hálfleikinn þar sem þeir fóru á 14-0 kafla til að komast tíu stigum yfir, 61-51. Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en 76ers héldu forystunni til loka og knúðu þannig fram oddaleik í seríunni. 24 points & 6 threes for @sdotcurry power the @sixers in Game 6! #ThatsGame #NBAPlayoffs GAME 7 - Sunday, 8pm/et, TNT pic.twitter.com/A4ribv2azB— NBA (@NBA) June 19, 2021 Seth Curry var öflugur í liði Philadelphiu, með 24 stig þar sem sex af níu þriggja stiga skotum hans fóru niður. Tobias Harris var með sama stigafjölda og Joel Embiid með 22 stig auk 13 frákasta. Tyrese Maxey kom þá sterkur af bekknum með 16 stig. Trae Young var allt í öllu hjá Hawks með 34 stig og tólf stoðsendingar. @TyreseMaxey's #NBAPlayoffs career-high 16 points provided a spark off the bench for the @sixers as they force GAME 7! #ThatsGame Sunday, 8 PM ET, TNT pic.twitter.com/xV9vBsTJLe— NBA (@NBA) June 19, 2021 Í Vesturdeildinni voru Los Angeles Clippers með 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Utah Jazz fyrir leik þeirra í borg englanna í gærkvöld. Gestirnir fóru þar mikinn í öðrum leikhluta og leiddu 72-50 í hálfleik. Clippers svöruðu fyrir sig í þriðja leikhlutanum með 41 stigi gegn 22 stigum Utah og bættu 40 stigum til viðbótar gegn 25 stigum gestanna í fjórða leikhlutanum. 81 stig Clippers liðsins í síðari leikhlutunum tveimur lögðu því grunninn að mögnuðum 131-119 sigri liðsins. @Reggie_Jackson's 27 PTS, 10 AST, 3 STL help the @LAClippers come back from 25 down and clinch the first #NBAWCF presented by AT&T berth in franchise history! #ThatsGame #NBAPlayoffs Game 1 - Sunday, 3:30 PM ET, ABC pic.twitter.com/XdqYMmweFY— NBA (@NBA) June 19, 2021 Mest hafði Utah komist 25 stigum yfir í leiknum og er sá viðsnúningur sá stærsti í leik sem útkljáir seríu í úrslitakeppninni í 25 ár. Um er að ræða aðra seríuna í röð þar sem Clippers tapa fyrstu tveimur leikjunum, en vinna næstu fjóra til að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Clippers eru nú komnir í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þar bíður þeirra lið Phoenix Suns sem sópaði Denver Nuggets í undanúrslitunum. PG-13 did it all in Game 6. 28 PTS9 REB7 AST3 STLThe @LAClippers are #NBAWCF presented by AT&T bound, with Game 1 vs. PHX on Sunday at 3:30pm/et on ABC. #ThatsGame #NBAPlayoffs pic.twitter.com/gDWVBgMoxt— NBA (@NBA) June 19, 2021 Terance Mann skoraði sinn hæsta stigafjölda í leik á ferlinum í leiknum, 39 stig fyrir Clippers, Paul George var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar og þá var Reggie Jackson með 27 stig og tíu stoðsendingar. Í liði Jazz var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 39 stig en Royce O'Neale með 21 stig og tíu fráköst. Jordan Clarkson skoraði þá 21 stig af bekknum.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti