Kona jaðarsetningar og forréttinda? Ellen Jacqueline Calmon skrifar 19. júní 2021 09:30 Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun