Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:31 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, hefur áhyggjur af mikilli útbreiðslu indverska afbrigðisins. Dæmi hafa sýnt að það sé bráðsmitandi og geti meðal annars valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum. Vísir/Vilhelm Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira