Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Arnór Víkingsson skrifar 24. júní 2021 13:30 Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Reykjavík Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar