Söngur fyrir alla? Dagný Björk Guðmundsdóttir skrifar 24. júní 2021 21:33 Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Tónlist Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun