Morðingi Floyd í meira en 22 ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 20:06 Derek Chauvin í réttarsalnum í Hennepin-sýslu þar sem refsing hans var ákvörðuð í dag. Vísir/AP Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, var dæmdur í 22 og háfs árs fangelsi fyrir að verða George Floyd að bana með því að krjúpa á hálsi hans í fyrra. Drápið á Floyd varð kveikjan að miklum mótmælum í Bandaríkjunum og víða um heim. Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Dómarinn í málinu dæmdi Chauvin til strangari refsingar en refsiramma brotanna sem hann var sakfelldur fyrir vegna alvarleika þeirra. Hann gekk þó ekki jafnlangt og saksóknarar vildu en þeir kröfðust þess að Chauvin yrði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Chauvin var sakfelldur fyrir manndráp án ásetnings og af gáleysi. AP-fréttastofan segir að Chauvin gæti fengið reynslulausn þegar hann hefur afplánað fimmtán ár ef hann hegðar sér vel í fangelsi. Hann er 45 ára gamall. Atvikið þegar Chauvin hélt hné sínu á hálsi Floyd, 46 ára gamals blökkumanns, í níu og hálfa mínútu náðist á myndbandsupptöku sem fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Á henni sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að gera honum ljóst að hann næði ekki andanum og mótbárur vegfarenda. Fyrir dómsuppkvaðninguna lýsti Chauvin samúð sinni með fjölskyldu Floyd en það var í fyrsta skipti sem hann tjáði sig við réttarhöldin. Hann gæti enn átt yfir höfði sér frekari refsingu í máli sem alríkisstjórnin hefur höfðað gegn honum vegna brota á borgararéttindum Floyd. Réttað verður yfir þremur öðrum fyrrverandi lögreglumönnum sem stóðu hjá á meðan Chauvin varð Floyd að bana í mars. Þeir eru sakaðir um hlutdeild í drápinu. Þeirra bíða einnig alríkisákærur fyrir að brjóta gegn borgararéttindum Floyd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira