Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 23:47 Skrifstofa umdæmissaksóknarans í New York sem gæti ákært fyrirtæki Trump og lykilstjórnanda á næstu dögum. Vísir/EPA Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira