Allt á floti alls staðar? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 29. júní 2021 08:01 Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Vatnstjón eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Aðstæður eru margvíslegar en iðulega eiga tjónin sér stað í eða út frá votrýmum sem eru þá til dæmis þvottahús, eldhús og baðherbergi. Góð ráð til að fyrirbyggja tjón Fyrstu viðbrögð skipta miklu máli við að lágmarka tjón en best er auðvitað ef hægt er að fyrirbyggja að tjónið eigi sér stað. Hér á eftir fara nokkur góð ráð til að minnka líkurnar á tjóni vegna vatnsleka. Skynsamlegt er að hafa ekki þvottavél og þurrkara í gangi þegar enginn er heima. Það sama á við um uppþvottavélar. Setja þarf öryggisfestingar á þvottavélar sem eru hækkaðar upp og standa ekki á gólfi. Mælt er með að hafa vatnsskynjara í votrýmum. Mögulegt er að tengja vatnsskynjara við öryggiskerfi hússins eða í snjallsíma. Ef heimili eða orlofshús er yfirgefið í lengri tíma er mælt með að skrúfa fyrir vatnið. Vatnslagnir hafa ákveðinn endingartíma og því er mikilvægt að fylgjast vel með ástandi þeirra og vera vakandi fyrir rakaskemmdum. Mikilvægt er að fylgjast með vatnstengdum tækjum s.s. ísskápum, slöngur og plasttengingar þeirra gefa sig með tímanum og ráðlegt að endurnýja þær á a.m.k. 10 ára fresti. Sterkar vísbendingar um vatnsleka eða raka- og útloftunarvandamál eru t.d: Málning bólgnar á veggjum Parket bólgnar og breytir um lit Rakasöfnun inn á gluggum Veistu hvar vatnsinntakið er? Gott er að merkja inntakskrana fyrir heitt vatn og kalt vatn en merkingar fást til dæmis hjá Sjóvá. Einnig þarf að vera gott aðgengi að vatnsinntakinu þannig að auðvelt sé að skrúfa fyrir. Almenn umhirða Mikilvægt er að muna eftir að lofta vel um húsnæði með því að opna glugga helst daglega og vinna þannig gegn rakavandamálum. Einnig má koma hreyfingu á loftið með því að nota viftur. Fylgjast þarf vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna. Öll niðurföll þarf að hreinsa reglulega, hvort sem er í sturtuklefum eða öryggisniðurföll í votrými. Einnig þarf að hreinsa niðurföll utandyra reglulega þannig að vatn eigi greiða leið um þau, þetta er sérstaklega mikilvægt ef von er á asahláku. Á haustin þarf að hreinsa lauf frá niðurföllum og athuga hvort sandur eða lauf sé í þakrennum. Að lokum er ávallt mælt með að öll lagnavinna sé unnin af fagmönnum með réttindi til starfa. Viðbrögð við vatnstjóni Loka þarf strax fyrir vatnsinntak ef vatnsleki á sér stað og gæta þarf fyllstu varúðar þar sem heitt vatn flæðir. Ef þið ráðið ekki við aðstæður eða teljið að hætta sé á ferðum skal hringja í 112 og leita hjálpar. Fyrstu viðbrögð hafa mikið að segja við að lágmarka það tjón sem kann að verða hverju sinni. Því er gott að vera vel undirbúin með því að fara í gegnum þau atriði sem hér eru tilgreind. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar