SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 11:11 Landeigendur vilja rukka þyrlufyrirtæki fyrir að lenda þyrlum sínum í landi Hrauns hvar gýs. Samtök ferðaþjónustunnar vara eindregið við slíkum hugmyndum, þar hljóti að koma til einhvers konar andlag, einhver þjónusta. vísir/vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“ Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“
Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira