Hnífurinn sem ráðherra sér ekki Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. júlí 2021 16:31 Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefði ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 – 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: „Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun.“ Sú fullyrðing stóðst nú ekki lengi því strax á næsta þingi var lögð fram ný samgönguáætlun með innbyggðri vanfjármögnun. Eða eins og samgönguráðherra sagði í framsögu sinni: „Á árunum 2022–2024 er þó gert ráð fyrir að útgjöld til nýframkvæmda á vegakerfinu verði 1,5 milljarðar kr. umfram ramma fjármálaáætlunar. Við þurfum sem sagt meira fé.“ Vandamálinu ýtt fram yfir kosningar Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál því ríkisstjórnin átti eftir að leggja fram nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 og enn fremur síðustu fjármálaáætlun sína fyrir árin 2022 – 2026. Það var því nægur tími fyrir ríkisstjórnina til þess að fjármagna þessa samgönguáætlun sína. Það sem gerðist áður en næsta fjármálaáætlun var lögð fram á þingi var heimsfaraldur. Þannig að í stað þess að leggja fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 strax um vorið 2020, til þess að sýna fram á hvernig stjórnvöld ætluðu að beita opinberum fjármálum út úr faraldrinum, þá frestuðu stjórnvöld því fram á haust. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 var því ekki samþykkt fyrr en í desember 2020, ásamt fjárlögum. Það sem vantaði í þá fjármálaáætlun var að fjármagna uppfærða samgönguáætlun. Það má segja sem svo að þingið hafi verið ansi upptekið við að sinna viðbrögðum við faraldrinum í desember 2020 þannig að ég man ekki eftir því að neinn hafi verið að leita að því hvort samgönguáætlun hafi verið fullfjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun. Að minnsta kosti eru engar umsagnir sem fjalla um þetta nýja fé sem vantar né kom það fram í kynningu samgönguráðuneytisins. Vegagerðin minnir ekki á þetta í fjármálaáætlunarferlinu heldur. Engar vísbendingar um að sú áætlun sem þingið samþykkti sé áfram ófjármögnuð. Samt er talað um stórátak í samgöngumálum – sem er svo sem alveg satt, það er bara ófjármagnað um 1,5 milljarð á ári frá og með næsta ári. Það er að segja, eftir kosningar. Nú gæti einhver sagt, og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa svo sem sagt það líka, að það sé bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skipuleggja ríkisfjármálin. Á meðan það er auðvitað satt og rétt, þá skipulagði þessi ríkisstjórn líka ófjármagnaðar samgönguframkvæmdir á næsta kjörtímabili og kallar það stórátak. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu. Það er ekki bæði hægt að skipuleggja framkvæmdir og sleppa því að fjármagna þær – varpa bara ábyrgðinni á því að fjármagna skipulag þessarar ríkisstjórnar yfir á næstu ríkisstjórn. Upplýsingaflækja Í hádegisfréttum Bylgjunnar svarar samgönguráðherra frétt RÚV um að það vanti 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á tilsettum tíma. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fulltrúa Múlaþings með Vegagerðinni. Á nokkurn veginn sama tíma er Vegagerðin að tilkynna umhverfis- og samgöngunefnd að samgönguáætlun sé vanfjármögnuð um 1,5 milljarða árin 2022 – 2024. Allt þetta er mjög óljóst því ég skildi það sem svo að það vantaði 1,5 milljarð samtals fyrir árin 2022 – 2024 á fundi samgöngunefndar, en samgönguáætlun segir að það vanti 1,5 milljarð á ári. Það er mjög algengt að svona upplýsingar séu ekki settar nægilega skýrt fram en málið er auðvitað þeim mun alvarlegra ef það vantar þremur milljörðum meira en ég taldi hafa komið fram á fundinum. Til viðbótar við þetta bætast svo 4 milljarðar vegna gangnaframkvæmda – sem ég átta mig heldur ekki á hvernig virkar því samkvæmt samgönguáætlun á að fara milljarður í verkefnið á hverju ári frá 2022 til 2024. Hvers vegna það vantar þá 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á áætlun árið 2022 er því ofar mínum skilningi. Þá kemur að svari samgönguráðherra í þessari upplýsingaflækju og ekki bætir það svar neinu við málið til þess að auka skýrleika þess. Þar segir samgönguráðherra að kannski byrji framkvæmdir árið 2023 en bætir við að „það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt“ og enn fremur að „undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ Það getur vel staðist að verklok verði samkvæmt áætlun en það mun óhjákvæmilega verða erfiðara að standa við það ef framkvæmdir hefjast ekki fyrr en ári seinna, og þá bara kannski. Þar sýnist mér ráðherra vera að lofa ansi miklu upp í ermina, sérstaklega af því að hann svarar engu um það hvort það sé rétt, að það vanti 4 milljarða í verkefnið. Við það bætast svo þeir 4,5 milljarðar sem eru ófjármagnaðir fyrir árin 2022 – 2024, eða hvað? Klúður er það samt Hvað þýðir þetta allt saman? Allur þessi upplýsingaþvælingur, milljarðar hingað og þangað – fleiri í samgönguáætlun en fjármálaáætlun. Þetta þýðir að ríkisstjórnin sem ætlar að halda áfram að vinna saman eftir næstu kosningar (fái hún til þess nægilega mörg atkvæði) ætlar að redda því sem hún gat ekki reddað á þessu kjörtímabili. Það hlýtur að vera ansi stór spurning um það hvernig í ósköpunum sú ríkisstjórn ætlar að leysa þennan vanda þá ef hún getur það ekki núna? Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki svarað því á neinn hátt nema að það verði áskoranir næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst. Þar skilur ríkisstjórnin eftir sig vanfjármagnaða samgönguáætlun, neyðarástandíheilbrigðiskerfinu og banka sem var seldur á útsöluverði svo eitthvað klúður sé nefnt frá hverjum stjórnarflokk. Ef eitthvað er samgönguáætlunin þó minnsta klúðrið, það var allavega bætt töluvert í framkvæmdir þrátt fyrir vanfjármögnun – svo einhverrar sanngirni sé gætt. En klúður er það nú samt að skipuleggja framkvæmdir en geta svo ekki fjármagnað eigið skipulag. Verkefnin fram undan eru fjölmörg en til að byrja með þarf að finna þennan hníf sem stendur í kúnni en samgönguráðherra virðist ekki sjá. Ég held að hnífurinn sé í raun núverandi ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Samgöngur Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefði ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 – 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: „Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun.“ Sú fullyrðing stóðst nú ekki lengi því strax á næsta þingi var lögð fram ný samgönguáætlun með innbyggðri vanfjármögnun. Eða eins og samgönguráðherra sagði í framsögu sinni: „Á árunum 2022–2024 er þó gert ráð fyrir að útgjöld til nýframkvæmda á vegakerfinu verði 1,5 milljarðar kr. umfram ramma fjármálaáætlunar. Við þurfum sem sagt meira fé.“ Vandamálinu ýtt fram yfir kosningar Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál því ríkisstjórnin átti eftir að leggja fram nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 og enn fremur síðustu fjármálaáætlun sína fyrir árin 2022 – 2026. Það var því nægur tími fyrir ríkisstjórnina til þess að fjármagna þessa samgönguáætlun sína. Það sem gerðist áður en næsta fjármálaáætlun var lögð fram á þingi var heimsfaraldur. Þannig að í stað þess að leggja fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 strax um vorið 2020, til þess að sýna fram á hvernig stjórnvöld ætluðu að beita opinberum fjármálum út úr faraldrinum, þá frestuðu stjórnvöld því fram á haust. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 var því ekki samþykkt fyrr en í desember 2020, ásamt fjárlögum. Það sem vantaði í þá fjármálaáætlun var að fjármagna uppfærða samgönguáætlun. Það má segja sem svo að þingið hafi verið ansi upptekið við að sinna viðbrögðum við faraldrinum í desember 2020 þannig að ég man ekki eftir því að neinn hafi verið að leita að því hvort samgönguáætlun hafi verið fullfjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun. Að minnsta kosti eru engar umsagnir sem fjalla um þetta nýja fé sem vantar né kom það fram í kynningu samgönguráðuneytisins. Vegagerðin minnir ekki á þetta í fjármálaáætlunarferlinu heldur. Engar vísbendingar um að sú áætlun sem þingið samþykkti sé áfram ófjármögnuð. Samt er talað um stórátak í samgöngumálum – sem er svo sem alveg satt, það er bara ófjármagnað um 1,5 milljarð á ári frá og með næsta ári. Það er að segja, eftir kosningar. Nú gæti einhver sagt, og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa svo sem sagt það líka, að það sé bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skipuleggja ríkisfjármálin. Á meðan það er auðvitað satt og rétt, þá skipulagði þessi ríkisstjórn líka ófjármagnaðar samgönguframkvæmdir á næsta kjörtímabili og kallar það stórátak. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu. Það er ekki bæði hægt að skipuleggja framkvæmdir og sleppa því að fjármagna þær – varpa bara ábyrgðinni á því að fjármagna skipulag þessarar ríkisstjórnar yfir á næstu ríkisstjórn. Upplýsingaflækja Í hádegisfréttum Bylgjunnar svarar samgönguráðherra frétt RÚV um að það vanti 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á tilsettum tíma. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fulltrúa Múlaþings með Vegagerðinni. Á nokkurn veginn sama tíma er Vegagerðin að tilkynna umhverfis- og samgöngunefnd að samgönguáætlun sé vanfjármögnuð um 1,5 milljarða árin 2022 – 2024. Allt þetta er mjög óljóst því ég skildi það sem svo að það vantaði 1,5 milljarð samtals fyrir árin 2022 – 2024 á fundi samgöngunefndar, en samgönguáætlun segir að það vanti 1,5 milljarð á ári. Það er mjög algengt að svona upplýsingar séu ekki settar nægilega skýrt fram en málið er auðvitað þeim mun alvarlegra ef það vantar þremur milljörðum meira en ég taldi hafa komið fram á fundinum. Til viðbótar við þetta bætast svo 4 milljarðar vegna gangnaframkvæmda – sem ég átta mig heldur ekki á hvernig virkar því samkvæmt samgönguáætlun á að fara milljarður í verkefnið á hverju ári frá 2022 til 2024. Hvers vegna það vantar þá 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á áætlun árið 2022 er því ofar mínum skilningi. Þá kemur að svari samgönguráðherra í þessari upplýsingaflækju og ekki bætir það svar neinu við málið til þess að auka skýrleika þess. Þar segir samgönguráðherra að kannski byrji framkvæmdir árið 2023 en bætir við að „það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt“ og enn fremur að „undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ Það getur vel staðist að verklok verði samkvæmt áætlun en það mun óhjákvæmilega verða erfiðara að standa við það ef framkvæmdir hefjast ekki fyrr en ári seinna, og þá bara kannski. Þar sýnist mér ráðherra vera að lofa ansi miklu upp í ermina, sérstaklega af því að hann svarar engu um það hvort það sé rétt, að það vanti 4 milljarða í verkefnið. Við það bætast svo þeir 4,5 milljarðar sem eru ófjármagnaðir fyrir árin 2022 – 2024, eða hvað? Klúður er það samt Hvað þýðir þetta allt saman? Allur þessi upplýsingaþvælingur, milljarðar hingað og þangað – fleiri í samgönguáætlun en fjármálaáætlun. Þetta þýðir að ríkisstjórnin sem ætlar að halda áfram að vinna saman eftir næstu kosningar (fái hún til þess nægilega mörg atkvæði) ætlar að redda því sem hún gat ekki reddað á þessu kjörtímabili. Það hlýtur að vera ansi stór spurning um það hvernig í ósköpunum sú ríkisstjórn ætlar að leysa þennan vanda þá ef hún getur það ekki núna? Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki svarað því á neinn hátt nema að það verði áskoranir næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst. Þar skilur ríkisstjórnin eftir sig vanfjármagnaða samgönguáætlun, neyðarástandíheilbrigðiskerfinu og banka sem var seldur á útsöluverði svo eitthvað klúður sé nefnt frá hverjum stjórnarflokk. Ef eitthvað er samgönguáætlunin þó minnsta klúðrið, það var allavega bætt töluvert í framkvæmdir þrátt fyrir vanfjármögnun – svo einhverrar sanngirni sé gætt. En klúður er það nú samt að skipuleggja framkvæmdir en geta svo ekki fjármagnað eigið skipulag. Verkefnin fram undan eru fjölmörg en til að byrja með þarf að finna þennan hníf sem stendur í kúnni en samgönguráðherra virðist ekki sjá. Ég held að hnífurinn sé í raun núverandi ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar