Stjórnendur Arion banka telji eigin bréf vanmetin Snorri Másson skrifar 4. júlí 2021 13:19 Már Wolfgang Mixa, lektor viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, telur hlutabréf í íslenskum bönkum hvorki of- né vanmetin. Vísir Arion banki hefur fengið heimild frá Fjármálaeftirlitinu til kaupa á eigin bréfum fyrir um 8 milljarða króna. Lektor í fjármálum segir þetta til marks um að þrátt fyrir miklar hækkanir á virði bréfa í bankanum, telji stjórnendur bréfin enn vanmetin. Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þegar verst lét voru bréf Arion banka metin á um 51 krónu í mars árið 2020. Nú er virði þeirra rúmlega þrefalt á við það, um 159 krónur. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, bendir á að endurkaup á hlutabréfum á borð við þau sem nú eru fyrirhuguð séu almennt vísbending um að stjórnendur telji bréf í fyrirtækjum sínum vanmetin. „Þessi tilkynning er klárlega vísbending um að þrátt fyrir miklar hækkanir undanfarið, telji þeir bréfin enn vera vanmetin,“ sagði Már í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kaupi áfram eigin bréf Eftir að tilkynningin var gefin út á föstudaginn hækkuðu bréf bankans strax um hátt í 2% og hafa því hækkað samtals um 138% á einu ári. Már telur líkur á að bankinn kaupi áfram eitthvað af eigin bréfum. „Það má segja að þetta sé ákveðið merki um traust á rekstri bankans bæði í dag og í framtíðinni. Annars myndu þeir einfaldlega greiða út arð.“ Már segir að lægri ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé á meðal orsaka þess að hlutabréf í bönkum séu að verða sífellt eftirsóknarverðari. Einnig spili lægri kostnaður í rekstri banka inn í - Arion banki er til dæmis bara með tvö útibú eftir á höfuðborgarsvæðinu. WOW air og Bakki áföll Á allra síðustu árum hefur orðið ákveðinn viðsnúningur í rekstri bankans, eftir stór áföll í tengslum við fall WOW air og kísilversins á Bakka. „Þau áföll lituðu reksturinn með neikvæðum hætti en nú er búið að einfalda rekstur bankans og það má segja að með því sé framtíðarhagnaður bankans, að vænta megi minni sveiflna. Það er einfaldlega að endurspegla núna í gengi bankans.“ Fjárfestar og almenningur hafa fjárfest í miklum mæli í íslenskum bönkum undanfarið, eins og einnig Íslandsbanka. Bréfin þar hafa hækkað um 30% frá því að útboð fór fram og standa nú í um 107 krónum. Már telur hér ekki um ofurbjartsýni að ræða, heldur geti verið bjartir tímar fram undan í bankarekstri með minnkandi atvinnuleysi og batnandi efnahagsástandi. „Ef þessi stöðugleiki næst myndi ég halda að gengið sé, svipað og í Arion banka, á frekar raunhæfum slóðum. Í mínum huga eru bankarnir bæði tveir hvorki van- né ofmetnir.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55 Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Arion banki kaupir eigin bréf fyrir átta milljarða króna Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að framkvæma endurkaupaáætlun á eigin bréfum á Íslandi og á heimildarskírteinum útgefnum í Svíþjóð 3. júlí 2021 23:55
Verð á bréfum í Íslandsbanka hækka Mikil veisla er í Kauphöllinni. Hlutabréf í bönkunum þremur, Íslandsbanka, Arion og Kviku, hafa hækkað verulega í morgun í fyrstu viðskiptum dagsins. 30. júní 2021 11:29