„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 18:45 Anton Rúnarsson segist líklega hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val og heldur til Þýskalands. vísir/bára Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Anton var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að þeir tryggðu sér titilinn í úrslitaeinvígi við deildarmeistara Hauka. Anton fer nú út til Emsdetten en hann lék þar áður frá 2014 til 2016. „Þetta er náttúrulega bara spennandi tækifæri og gaman fyrir mig og fjölskylduna að fá að upplifa þetta aftur, þannig að þetta var eitthvað sem var erfitt að segja nei við þó maður vilji auðvitað vera áfram í Val í góðu umhverfi hér. En þetta var bara aðeins meira ævintýri fyrir okkur fjölskylduna.“ sagði Anton í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Emsdetten en það er ekki á hverjum degi sem 33 ára gamall leikmaður fer í atvinnumennsku. „Nei, nei, það er alveg rétt. Ætli ég sé ekki með þeim elstu sem fara úr íslensku deildinni aftur út en eins og ég segi, maður lifir fyrir handboltann og leggur mikið í þetta. Þegar svona tækifæri koma, að fara aftur út í atvinnumennskuna og í lið sem ég spilaði í og þekki umhverfið, þá var þetta bara of spennandi til að hafna því.“ „Þetta er rosalega flott dæmi þarna úti í Þýskalandi, það er æft tvisvar á dag og bara atvinnumannalið þannig að það þarf að halda vel á spilunum og standa sig, og það ætla ég að gera.“ segir Anton. Finnst hann vera 23 ára En hvað sér Anton fyrir sér að vera lengi að? „Ég fæ þetta frá vinunum og fleirum, hvort maður fari ekki að hætta þessu, en ég er bara ennþá ungur og mér finnst ég bara vera 23 ára. Mér finnst þetta rosalega gaman og legg líf og sál í þetta, æfði eftir því í vetur og er að uppskera núna. Ég er bara 100% on og ætla mér að halda áfram í þessu.“ Anton vann áður Íslandsmeistaratitil með Val 2017 en segir titilinn í ár vera sætari þar sem hann spili líkast til ekki aftur með uppeldisfélaginu. „Ég verð eiginlega að segja það, þar sem þetta var að öllum líkindum minn síðasti leikur fyrir Val og ég ólst hérna upp. Aldrei að segja aldrei, en ég vissi það að ég þyrfti að leggja mikið í sölurnar til að ná þessu markmiði og það gekk heldur betur eftir. Liðið stóð sig frábærlega, við náðum að landa þessu saman svo þetta var extra sætt.“ segir Anton. Viðtalið við Anton má sjá að neðan. Klippa: Anton Rúnarsson úr Sportpakka 4.7.2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Anton var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að þeir tryggðu sér titilinn í úrslitaeinvígi við deildarmeistara Hauka. Anton fer nú út til Emsdetten en hann lék þar áður frá 2014 til 2016. „Þetta er náttúrulega bara spennandi tækifæri og gaman fyrir mig og fjölskylduna að fá að upplifa þetta aftur, þannig að þetta var eitthvað sem var erfitt að segja nei við þó maður vilji auðvitað vera áfram í Val í góðu umhverfi hér. En þetta var bara aðeins meira ævintýri fyrir okkur fjölskylduna.“ sagði Anton í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Emsdetten en það er ekki á hverjum degi sem 33 ára gamall leikmaður fer í atvinnumennsku. „Nei, nei, það er alveg rétt. Ætli ég sé ekki með þeim elstu sem fara úr íslensku deildinni aftur út en eins og ég segi, maður lifir fyrir handboltann og leggur mikið í þetta. Þegar svona tækifæri koma, að fara aftur út í atvinnumennskuna og í lið sem ég spilaði í og þekki umhverfið, þá var þetta bara of spennandi til að hafna því.“ „Þetta er rosalega flott dæmi þarna úti í Þýskalandi, það er æft tvisvar á dag og bara atvinnumannalið þannig að það þarf að halda vel á spilunum og standa sig, og það ætla ég að gera.“ segir Anton. Finnst hann vera 23 ára En hvað sér Anton fyrir sér að vera lengi að? „Ég fæ þetta frá vinunum og fleirum, hvort maður fari ekki að hætta þessu, en ég er bara ennþá ungur og mér finnst ég bara vera 23 ára. Mér finnst þetta rosalega gaman og legg líf og sál í þetta, æfði eftir því í vetur og er að uppskera núna. Ég er bara 100% on og ætla mér að halda áfram í þessu.“ Anton vann áður Íslandsmeistaratitil með Val 2017 en segir titilinn í ár vera sætari þar sem hann spili líkast til ekki aftur með uppeldisfélaginu. „Ég verð eiginlega að segja það, þar sem þetta var að öllum líkindum minn síðasti leikur fyrir Val og ég ólst hérna upp. Aldrei að segja aldrei, en ég vissi það að ég þyrfti að leggja mikið í sölurnar til að ná þessu markmiði og það gekk heldur betur eftir. Liðið stóð sig frábærlega, við náðum að landa þessu saman svo þetta var extra sætt.“ segir Anton. Viðtalið við Anton má sjá að neðan. Klippa: Anton Rúnarsson úr Sportpakka 4.7.2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira