Yfirvöld í Flórída binda vonir við að stormurinn hafi ekki áhrif á björgunaraðgerðir í Miami, þar sem talið er að á annað hundrað hafi farist þegar fjölbýlishús hrundi í síðustu viku. Niðurrifi hússins hafði verið flýtt þar sem óttast var að stormurinn gæti steypt eftirstandandi rústum um koll. Nú búast sérfræðingar þó við að stormurinn fari öllu vestar en reiknað var með - og Miami því líklega hólpin.
Yfir hundrað þúsund manns var gert að flýja heimili sín á Kúbu áður en Elsa gekk þar á land í gær og olli aurskriðum og gríðarlegum flóðum. Stormurinn gekk yfir Dóminíska lýðveldið og Sankti Lúsíu á sunnudag, með þeim afleiðingum að hið minnsta þrír fórust.