Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 11:11 Ekkert hefur sést í rauðglóandi kviku frá miðnætti. Vísir/Vefmyndavél Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir að óróinn hætti skyndilega klukkan 22.51 í gærkvöldi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafði staðið yfir samfelld goshrina í rúman sólarhring. Páll segir ekkert hægt að spá um framhaldið. Það sé þó ljóst að hegðun eldgossins breyttist þann 23. júní síðastliðinn þegar það fór að taka dýfur með goshléum. Óróaritið klukkan ellefu í morgun. Það sýnir virknina síðustu tíu sólarhringa. Glöggt má sjá hvernig virknin féll skyndilega í gærkvöldi. Óróinn síðustu klukkustundir virðist aftur vera á uppleið.Veðurstofa Íslands Ef rýnt er óróaritið má sjá að síðustu tvö goshlé á undan þessu stóðu í um það bil sextán klukkustundir. Haldi eldstöðin sama takti mætti búast við að gosið taki sig upp aftur eftir hádegi í dag, kannski um kaffileytið, haldi gígurinn sig við sextán stunda pásu. Eldstöðin er þó ekki taktvissari en svo að goshrinan síðasta sólarhring var talsvert styttri en tvær þær fyrri, eða um 26 klukkustundir, meðan þær sem á undan komu stóðu yfir samfellt í einn og hálfan til þrjá sólarhringa. Hér má tengjast vefmyndavél Vísis: Hér má sjá þegar gosið tók sig upp aftur eftir hlé í síðustu viku, á tíföldum hraða:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52 Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. 5. júlí 2021 21:52
Hraunslettur í gígnum á ný eftir sextán stunda goshlé Jarðeldur sást á ný í gígnum í Fagradalsfjalli um níuleytið í kvöld. Eldgosið hafði þá legið niðri frá því um fimmleytið í morgun. 4. júlí 2021 22:23