Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 11:49 Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong á vikulegum blaðamannafundi sínum í dag. AP/Kin Cheung Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína. Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Hald mun hafa verið lagt á sprengiefni sem kallast triacetone triperoxide eða TATP, samkvæmt frétt BBC. Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong fyrir hönd Kommúnistaflokk Kína, varaði nýverið við því að „ólögleg hugmyndafræði“ væri í dreifingu meðal ungmenna. Hvatti hún foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni í Hong Kong og tilkynna þau til lögreglunnar ef tilefni þykir. Á vikulegum blaðamannafundi sínum sagði Lam að íbúar Hong Kong hefðu í langan tíma orðið fyrir áhrifum rangra hugmynda. Bretar skiluðu Hong Kong til Kínverja árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Árið 2019 fóru fram umfangsmikil mótmæli í Hong Kong, sem voru að miklu leiti leidd af yngra fólki. Mótmælendur kröfðust aukins lýðræðis og réttinda en mótmælin voru brotin niður af mikilli hörku. Í kjölfar þess skrifuðu ráðamenn í Kína umdeild öryggislög um Hong Kong sem samþykkt voru í fyrra. Samkvæmt þeim lögum voru alls konar aðgerðir sem beinast gegn ríkinu bannaðar í Hong Kong. Stjórnarandstæðingar hafa verið reknir af þingi Hong Kong og aðgerðasinnar hafa verið handteknir og dæmdir í fangelsi. Þá hefur fjölmiðlum eins og Apple Daily verið lokað. Sjá einnig: Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Ráðamenn í Kína hafa sagt óvinveitt ríki hafa ýtt undir mótmæli og ofbeldi í Hong Kong og að það hafi ógnað þjóðaröryggi Kína.
Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira