Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 18:07 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af aðgerðinni. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. REFUGEES IN ICELAND Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31