Við karlmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 8. júlí 2021 07:00 Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Kynferðisofbeldi MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki. Þögn um hlutina Við höfum flest alist upp við að tala ekki um áreitnina og ofbeldið og mörg okkar hafa þurft að burðast með alls konar tilfinningar tengdar kynferðisofbeldi stærstan hluta ævi okkar, svo ekki sé nú talað um þá kynslóð sem á undan mér gekk. Talað var um að einhver væri kvensamur þegar sá hinn sami var í raun kynferðisafbrotamaður. Hlutirnir voru settir í annan búning og okkur einfaldlega gert að lifa með því. Karlmenn gerendur Það er staðreynd að karlmenn eru langoftast gerendur í ofbeldismálum, kynferðisbrotamálum sem og öðrum. Ég upplifði það sem unglingur, að fyrir framan skemmtistaði veltust vel drukknir karlmenn um í slagsmálum og þegar minn tími kom tók ég þátt í þeim af miklum móð. Við ólumst líka upp við kynferðislegu áreitnina, að konur áttu að hrista af sér klipin í brjóst og rassa og helst geyma það með sjálfri sér, hafi þeim verið nauðgað til að eyðileggja ekki mannorð gerandans.Það ofbeldi sem við lesum um að á sér stað í miðbæ Reykjavíkur eftir hverja helgi er nánast alltaf vegna karlmanna og fangelsi heimsins eru flest yfirfull af ofbeldisfullum körlum. Við sem samfélag þurfum að sýna vilja til að horfast í augu við þennan ofbeldisfulla, kynbundna veruleika og leita leiða til að finna betri veg. Við þurfum aðlögun Ég bý við þær fjölskylduaðstæður að eiga afkomendur sem ræða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi opinskátt og eru tilbúin til að svipta hulunni af þeirri ormagryfju sem falið kynferðisofbeldi er. Ég vil vera þátttakandi í þessu samtali þeirra en viðurkenni fúslega að ég þarf að aðlagast nýjum veruleika. Ég tel víst að slíkt hið sama eigi við um mörg af minni kynslóð og eldri. Sú gerjun sem á sér stað þessa dagana, og þessi nýi veruleiki fyrir okkur sem eldri erum, mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið okkar, því ofbeldi í hvaða mynd sem er á ekki að viðgangast. Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar