Bráðabirgðarannsókn hefur leitt í ljós að eigandi hótelsins hafði breytt því umtalsvert og er það talið hafa leitt til hrunsins. Í upphafi var húsið aðeins þrjár hæðir en eigandinn hafði bætt nokkrum hæðum ofan á það síðustu ár.
Ekki er talið að fleiri hafi verið í húsinu þegar það hrundi en slík mál hafa undanfarið komið upp í meiri mæli í Kína en áður, þar sem gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað síðustu áratugi.
Í fyrra fórust tuttugu og níu þegar hótel hrundi í Fujian héraði og leiddi rannsókn þá einnig í ljós alvarlega galla á byggingunni.