21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. júlí 2021 07:29 Áin Ahr flæddi yfir bakka sína í þorpinu Eifel í Schuld í vesturhluta Þýskalands. Ap/Christoph Reichwein Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young
Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira