Netflix sækir á leikjamarkaðinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 11:15 Ekki stendur til að rukka aukalega fyrir tölvuleiki Netflix. Getty/Thiago Prudencio Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, þar sem segir að sá maður heitir Mike Verdu og hann hafi áður stýrt samvinnu Facebook við leikjaframleiðendur varðandi Oculus-sýndaveruleikagleraugun og tölvuleiki. Hann vann einnig að því koma leikjum eins og Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars leikjum í snjalltæki. Samkvæmt heimildum Bloomberg stendur ekki til að rukka aukalega fyrir tölvuleikina og eiga þeir að verða aðgengilegir í gegnum hefðbundnar leiðir Netflix. Það er að segja í gegnum vafra og forritið. Í grein Bloomberg segir þó að til lengri tíma gæti þjónustan auðveldað Netflix að hækka verð. Netflix hefur áður framleitt leiki með öðrum fyrirtækjum, sem byggja á þáttum fyrirtækisins. Þar á meðal eru Stranger Things en fyrirtækið gerði einnig kvikmyndina Black Mirror: Bandersnatch árið 2018 þar sem áhorfendur gátu tekið ákvarðanir fyrir aðalpersónu myndarinnar. Í frétt Polygon er rifjað upp að forsvarsmenn Netflix hafa sagt að stærstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins séu ekki endilega aðrar streymisveitur. Það séu leikir eins og Fortnite sem steli frekar tíma viðskiptavina en streymisveitan. Epic Games hafa byggt heim í kringum Fortnite þar sem spilarar eiga samskipti sín á milli. Spilarar Fotnite hafa meðal annars horft á sjónvarpsþætti og tónleika innan leiksins. Sífellt fleiri fyrirtæki reyna að skapa sambærilega stemningu. Netflix Leikjavísir Bíó og sjónvarp Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, þar sem segir að sá maður heitir Mike Verdu og hann hafi áður stýrt samvinnu Facebook við leikjaframleiðendur varðandi Oculus-sýndaveruleikagleraugun og tölvuleiki. Hann vann einnig að því koma leikjum eins og Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars leikjum í snjalltæki. Samkvæmt heimildum Bloomberg stendur ekki til að rukka aukalega fyrir tölvuleikina og eiga þeir að verða aðgengilegir í gegnum hefðbundnar leiðir Netflix. Það er að segja í gegnum vafra og forritið. Í grein Bloomberg segir þó að til lengri tíma gæti þjónustan auðveldað Netflix að hækka verð. Netflix hefur áður framleitt leiki með öðrum fyrirtækjum, sem byggja á þáttum fyrirtækisins. Þar á meðal eru Stranger Things en fyrirtækið gerði einnig kvikmyndina Black Mirror: Bandersnatch árið 2018 þar sem áhorfendur gátu tekið ákvarðanir fyrir aðalpersónu myndarinnar. Í frétt Polygon er rifjað upp að forsvarsmenn Netflix hafa sagt að stærstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins séu ekki endilega aðrar streymisveitur. Það séu leikir eins og Fortnite sem steli frekar tíma viðskiptavina en streymisveitan. Epic Games hafa byggt heim í kringum Fortnite þar sem spilarar eiga samskipti sín á milli. Spilarar Fotnite hafa meðal annars horft á sjónvarpsþætti og tónleika innan leiksins. Sífellt fleiri fyrirtæki reyna að skapa sambærilega stemningu.
Netflix Leikjavísir Bíó og sjónvarp Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira