Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun