„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 16:17 Þessi flugvél er af sömu gerð og sú sem um ræðir. Wikicommons/Ígor Dvúrekov Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021 Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25