Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2021 12:03 Tveir dælubílar slökkviliðs voru sendir á vettvang þegar eldur kom upp í hjólhýsi á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Það var í annað sinn sem eldur kom upp í hjólhýsi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Martin Meyer Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið. Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Fyrra útkall slökkviliðs vegna elds í hjólhýsi barst rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, en það var gjörónýtt eftir eldinn. Í seinna tilvikinu kom upp eldur í hjólhýsi sem var í afturdragi á Vesturlandsvegi, sem skemmdist talsvert minna. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir mikilvægt að fólk skrúfi fyrir gas og slökkvi á rafmagni í hýsunum, áður en farið er af stað slíka vagna, sem oft geta verið eldfimir. „Mesta hættan í kringum svona hjólhýsi er þegar verið er að ferðast með þau. Þá er mjög mikið atriði að fólk gæti að því að slökkva á öllu rafmagni, skrúfa fyrir gaskútana og vera ekki með gas á kerfunum í hjólhýsunum. Það á náttúrulega líka við þegar þau standa bara og eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón og bendir á að öruggast sé að skrúfa fyrir gaskúta, þar sem ekki sé nóg að slökkva á gasinu með rofa í hjólhýsunum sjálfum. Gott að hafa bil á milli Hann segir alltaf talsverða hættu á því að eldur í hjólhýsum dreifi úr sér í nærliggjandi bíla eða mannvirki, enda logi hýsin glatt þegar eldur kemur upp. „Þetta er eitt af því sem slökkvistjórar, sérstaklega úti á landi, hafa verið að ræða við þessar hjólhýsabyggðir sem eru orðnar vinsælar. Það er gott fyrir fólk að hafa það í huga þegar það er með þetta í geymslu eða á tjaldsvæði að vera ekki of nálægt næsta hýsi. Að reyna að hafa smá bil á milli þeirra,“ segir Sigurjón. „Þetta er öryggisatriði sem fólk hugsar kannski ekki um þegar það er að ferðast eða leggur hjólhýsunum á tjaldsvæði. En ef eitthvað kemur upp á getur verið voða gott að vera búinn að leiða hugann að þessu,“ segir Sigurjón og hvetur ferðalanga með hjólhýsi og aðra ferðavagna til að fara að öllu með gát og gefa sér tíma í ferðalagið.
Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03 Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14 Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Eldur í hjólhýsi í annað sinn á einum degi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í hjólhýsi á Vesturlandsvegi. Þetta er annað útkallið slökkviliðs í dag vegna elds í hjólhýsi. 18. júlí 2021 23:03
Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18. júlí 2021 17:14
Biðja fólk um að fara varlega með gas og rafmagn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biður fólk um að fara varlega með gas- og rafmagnstengingar í ferðavögnum. Eldur kom upp í tveimur húsbílum á höfuðborgarsvæðinu í gær. 19. júlí 2021 10:12
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent