Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi Snorri Másson skrifar 19. júlí 2021 20:45 Akureyringurinn Baldvin Z er með nýja seríu á leiðinni, Svörtusanda. Stöð 2 Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“ Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda. Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan er nú rekið sjúkrahús og lögreglustöð í Víðinesi á Kjalarnesi rétt suðvestur af Esjunni, eða svo virðist alla vega vera við fyrstu sýn. Í raun og veru er þetta allt saman til sýnis; þetta er hluti af sannfærandi leikmynd sem komið hefur verið fyrir í gamla vistheimilinu, þar sem verið er að leggja lokahönd á tökur á einu allra stærsta kvikmyndaverkefni ársins á Íslandi. Það eru sjónvarpsþættirnir Svörtusandar og sjúkrahúsið og lögreglustöðin verða samkvæmt söguheiminum staðsettir í bæ sem er skáldaður frá grunni, Glerársandi. „Þetta er „dark romantic thriller“ sem segir frá ástum og örlögum fólks í litlu smáþorpi úti á landi, sem við köllum Glerársanda. Þannig að við bjuggum til nýtt þorp á Íslandi. Ég veit ekki hvernig það á eftir að leggjast í fólkið, en þetta er afar spennandi sjónvarpssería sem hefur verið í tökum bara núna síðan í byrjun apríl.“ Leikstjórinn segir að í raun sé líklega verið að fremja Íslandsmet í að skálda saman sögusvið. Saga fyrir Íslendinga, en útlenskir áhorfendur fá vissulega að sjá landið Þættirnir verða átta talsins og verða frumsýndir á Stöð 2 - en einnig hefur verið samið við fjölda erlendra sjónvarpsstöðva um sýningarréttinn. Svörtusandar eru stærsta verkefni sem Baldvin Z hefur tekist á við frá upphafi og er hann þó ábyrgur fyrir stórmyndum á borð við Vonarstræti og Lof mér að falla. „Þetta er saga fyrir Íslendinga, og þetta er saga fyrir eiginlega bara alla.” Í Svörtusöndum finnst lík á sekúndu þrettán, þetta eru spennuþættir og útlendingar sem horfa fá að sjá Ísland - en í kvikmyndatökunni og frásagnaraðferðinni kveður að sögn leikstjórans við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð. „Ég held að við nálgumst það bara á áhugaverðan hátt í þessari seríu. Útlendingar fá alveg að sjá Ísland, það er engin spurning, en það sem við gerðum sem er mjög skemmtilegt í þessari seríu er að við grípum andrúmsloftið í kringum Kirkjubæjarklaustur og Vík. Fyrstu fjórir þættirnir á meðan við erum að byggja undir það sem koma skal dettur umhverfið hægt og rólega út og persónurnar taka við.” Áður en áhorfendur vita af verði þeir búnir að vera djúpt sokknir í sálarlíf aðalpersónanna þáttum saman, en þær eru eru meðal annars leiknar af Aldísi Amah Hamilton, Þór Tulinius og Aroni Má Ólafssyni. “Ég ætla að segja þau stóru orð að við séum að fara í spennuseríu sem er bara ógeðslega spennandi. Þetta fjallar ekki um hver er morðinginn heldur bara hvað kom fyrir þetta fólk.” Ný Netflix-sería Baltasars Kormáks, Katla, er tekin upp á svipuðum slóðum en staðsetningarnar eru ólíkar. Baldvin segir að sú sería hafi ekki gert nema opna sviðið fyrir fleiri seríum í svipuðum anda.
Mýrdalshreppur Reykjavík Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skaftárhreppur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira