Fjöldi meiðsla vonbrigði, margir komu á óvart, Bucks unnu verðskuldað og Giannis á nóg inni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2021 08:01 Sérfræðingar Vísis voru sammála um að hirtirnir frá Milwaukee væru verðskuldaðir sigurvegar NBA-deildarinnar í ár. Patrick McDermott/Getty Images Vísir ræddi við tvo ofvita þegar kemur að körfubolta um NBA-tímabilið sem endaði nú á dögunum. Milwaukee Bucks stóð uppi sem sigurvegari eftir 4-2 sigur Phoenix Suns í úrslitaeinvíginu. Svöruðu þeir nokkrum spurningum varðandi þetta magnaða tímabil. Fjölmiðla kameljónið Kjartan Atli Kjartansson er annar af ofvitunum tveimur. Þó Kjatan Atli sé fær í flestan sjó þegar kemur að því að fjalla um íþróttir eða málefni líðandi stundar er hann ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að körfubolta. Síðari ofvitinn er maðurinn sem lýsti gott ef ekki öllum - svona næstum því - leikjunum sem Stöð 2 Sport sýndi úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ef málið snýr að körfubolta má bóka að hann viti eitthvað um það, Sigurður Orri Kristjánsson er maðurinn. Komu á óvart í vetur? Kjartan Atli: Fyrstan ber kannski að nefna Chris Paul, sem varð 36 ára í byrjun maí. Líklega höfum við sem fylgjumst með deildinni aldrei séð svona áður; maður sem er ekki stærri en hann eiga svona góðan feril langt fram á fertugsaldurinn. Það sem gerir þetta tímabil enn merkilegra í margra augum er að þetta var eins konar upprisa. Framkvæmdastjórar og forráðamenn flestra liðanna í NBA voru búnir að afskrifa Paul, héldu að hann væri búinn. En hann leiddi Suns alla leið í úrslitin og liðið lék frábæran körfubolta allt tímabilið. Annar leikmaður sem kom á óvart var Trae Young, leikstjórnandi Atlanta Hawks. Hann fór úr því að vera svolítið gáskafullur ungur leikmaður sem virkaði stundum of kokhraustur, í leiðtoga sem spilar einstaklega vel undir pressu. Hawks-liðið fékk nýjan þjálfara þegar tímabilið var um það bil hálfnað, Nate McMillan tók við og breytti einhvernveginn öllu. Hann náði að innprenta gildin sín á liðið og Young sérstaklega, sem varð miklu betri leiðtogi við þjálfaraskiptin. Skemmtilegasti leikur tímabilsins? Sigurður Orri: Skemmtilegasti leikur tímabilsins var að mínu mati leikur Milwaukee Bucks og Phoenix Suns sem fór fram 20. apríl síðastliðin. Fór 128-127 og var algerlega frábær, smjörmefurinn að því sem átti eftir að gerast í úrslitakeppninni. Leikmaður sem stendur upp úr? Kjartan Atli: Erftitt er að taka einn leikmann fyrir þegar kemur að því að horfa til þeirra sem stóðu sig vel. Steph Curry minnti heldur betur á sig með Golden State Warriors og gerði liðið samkeppnishæft þrátt fyrir að vantaði Klay Thompson allt tímabilið. Kevin Durant sýndi í úrslitakeppninni að hann er besti körfuboltamaðurinn í heiminum um þessar mundir. Hann setti niður fáránleg skot og frammistaða hans á nánast öllum sviðum íþróttarinnar var mögnuð. Ja Morant var svo sá ungi leikmaður sem mér þótti skemmtilegast að horfa á. Þessi strákur sem var nánast uppgötvaður fyrir slysni af aðstoðarþjálfara Murray State í háskólaboltanum á sínum tíma, er nú orðinn einn mest spennandi leikmaður heims. Manni finnst líka alltaf gaman að ungum leikmönnum sem vaxa eftir því sem sviðið stækkar. Ef fólk er að koma sér inn í NBA-deildina og vantar leikmann til að halda upp á, þá er Ja Morant einhver sem skoða mætti gaumgæfilega í því samhengi. Sigurður Orri: Leikmaðurinn sem kom mér mest á óvart í vetur á jákvæða vegu var Julius Randle hjá New York Knicks. Ég var búinn að ákveða að hann væri svarthol sem skilaði góðum tölum en gerði lítið annað. Hann átti hins vegar frábært tímabil og skilaði langþreyttum Knicks heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Hvað olli vonbrigðum? Kjartan Atli: Meiðslin ollu mestu vonbrigðum. Ég spái því að þegar rykið er sest og árin líða, muni einhver kvikmyndagerðamaður gera heimildarmynd um þetta leiktímabil. Margir gagnrýndu hversu þétt var leikið, hversu lítil pása var milli leiktímabila og bentu á að verið væri að ýta leikmönnum út fyrir mörk hins mannlega þegar kemur að álagi. Meiðsli í bland við Covid 19 var eitthvað sem lék alltof stóra rullu í þessu leiktímabili. Sigurður Orri: Vonbrigðaleikmaðurinn fyrir mér er Kristaps Porzingis. Porzingis þurfti að stimpla sig inn sem alvöru maður við hliðina á Luka Doncic, það gerði hann ekki og Dallas fara með fleiri spurningar en svör inn í næsta tímabil. Bucks verðskuldaðir meistarar? Kjartan Atli: Eftir nánast hvert tímabil byrjar umræða um hvort að liðið sem stóð uppi sem sigurvegari hafi átt titilinn skilið. Í fyrra vildu einhverjir stjörnumerkja titil Lakers útaf því að hann vannst í búbblunni svokölluðu. Tímabilið á undan vann Toronto eftir að lykilmenn Golden State heltust úr lestinni. Warriors-liðið varð svo meistari þar á undan með hálfgert ofurlið sem hægt var að setja saman vegna einstakra aðstæðna á fjárhagslegu hliðinni; þegar launaþak NBA hækkaði ofboðslega eitt sumarið. Þannig gat Kevin Durant farið til Warriors. Svona er umræðan eiginlega alltaf. Vissulega voru fleiri stjörnur meiddar nú en gengur og gerist. Giannis meiddist einnig og Bucks náðu samt að komast í gegnum þá hindrun. Staðreyndin er einfaldlega sú að öll liðin leggja af stað í leiðangur og aðeins eitt lið stendur eftir að tímabilinu loknu. Á þessari leiktíð var það lið Milwaukee og er liðið því verðskuldaður meistari. Sigurður Orri: Bucks eru verðskuldaðir meistarar. Mæta inní þetta tímabil eftir mikil vonbrigði síðustu ár og sækja sér alvöru mann í Jrue Holiday. Það gerði gæfumuninn hjá þeim í úrslitakeppninni. Það eru meiðsli á hverju ári og allt tal ef og hefði hefu ekkert að segja. Hversu hátt er þakið hjá Giannis? Kjartan Atli: Saga Giannis er falleg. Foreldrar hans fluttu til Grikklands frá Nígeríu og unnu foreldrar hans hörðum höndum að koma drengjunum sínum áfram í lífinu. Móðir hans vildi að Giannis og bræður hans myndu verða stoltir af því að vera Grikkir þannig að hún gaf þeim öllum einstaklega falleg grísk nöfn. Antetokounmpo bræðurnir eru stoltir Grikkir og gríska þjóðin er stolt af þeim. Þetta er skýrt dæmi um fegurð fjölmenningarinnar. Gríska þjóðin er svo sannarlega ríkari vegna þessarar fjölskyldu sem vildi flytjast til landsins og verða grísk. Þarna leynist að mínu mati lexía fyrir yfirvöld annarra landa. Þetta sýnir líka íþróttahreyfingunni hversu mikilvægu hlutverki hún gegnir í aðlögun aðfluttra. Og þjónustun á að sjálfsögðu ekki að vera einungis í boði fyrir afreksfólk, heldur alla sem kjósa að stunda íþróttir í nýju landi. Maður getur ekki annað en haldið með þessum bræðrum. Giannis er hógværðin uppmálið, kemur vel fyrir og er einstaklega vinsæl stórstjarna á meðal annarra leikmanna deildarinnar. Ég hugsa að flestir leikmenn samgleðjist honum innilega. Ég held að þakið hjá Giannis nái út fyrir körfuboltann. Hann getur orðið stórstjarna í heimi íþróttanna og orðið einhverskonar sameiningartákn, því hann hefur bæði sterk tengsl við Evrópu og Afríku, en leikur nú í Bandaríkjunum. Giannis er líka birtingarmynd áralangrar þróunnar; NBA-deildin er að verða alþjóðleg. Nú eru skærustu stjörnur framtíðarinnar fæstar frá Bandaríkjunum. Auk Giannis má nefna Slóvenan Luka Doncic, Kamerúnan Joel Embiid, Serbann Nikola Jokic, Ástralann Ben Simmons, Kanadamanninn Jamal Murray, Litháan Damantas Sabonis og DeAndre Ayton frá Bahamas. Listinn er lengri, en fyrir okkur sem fylgjumst með deildinni er þetta sönnunn þess að útbreiðsla íþróttarinnar hefur gengið frábærlega. Sigurður Orri: Giannis getur orðið einn af bestu leikmönnum sögunnar. Hann er nú þegar kominn með ferilskrá sem allir aðrir en kannski 20-25 bestu leikmenn sögunnar dauðöfunda hann af. Ég segi bara eina og Bachman-Turner Overdrive sungu um árið: You Ain't Seen Nothin' Yet. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31 Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00 „Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. 21. júlí 2021 09:06 Frá mögrum táningi yfir í besta leikmann deildarinnar Saga Giannis Antetokounmpo – gríska goðsins – er engum lík. Æviskeið hans er ólíkt flestum þeim sem hafa komist á topp NBA-deildarinnar í körfubolta. 22. júlí 2021 10:01 Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga. 22. júlí 2021 12:00 Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta 20. júlí 2021 07:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Fjölmiðla kameljónið Kjartan Atli Kjartansson er annar af ofvitunum tveimur. Þó Kjatan Atli sé fær í flestan sjó þegar kemur að því að fjalla um íþróttir eða málefni líðandi stundar er hann ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að körfubolta. Síðari ofvitinn er maðurinn sem lýsti gott ef ekki öllum - svona næstum því - leikjunum sem Stöð 2 Sport sýndi úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ef málið snýr að körfubolta má bóka að hann viti eitthvað um það, Sigurður Orri Kristjánsson er maðurinn. Komu á óvart í vetur? Kjartan Atli: Fyrstan ber kannski að nefna Chris Paul, sem varð 36 ára í byrjun maí. Líklega höfum við sem fylgjumst með deildinni aldrei séð svona áður; maður sem er ekki stærri en hann eiga svona góðan feril langt fram á fertugsaldurinn. Það sem gerir þetta tímabil enn merkilegra í margra augum er að þetta var eins konar upprisa. Framkvæmdastjórar og forráðamenn flestra liðanna í NBA voru búnir að afskrifa Paul, héldu að hann væri búinn. En hann leiddi Suns alla leið í úrslitin og liðið lék frábæran körfubolta allt tímabilið. Annar leikmaður sem kom á óvart var Trae Young, leikstjórnandi Atlanta Hawks. Hann fór úr því að vera svolítið gáskafullur ungur leikmaður sem virkaði stundum of kokhraustur, í leiðtoga sem spilar einstaklega vel undir pressu. Hawks-liðið fékk nýjan þjálfara þegar tímabilið var um það bil hálfnað, Nate McMillan tók við og breytti einhvernveginn öllu. Hann náði að innprenta gildin sín á liðið og Young sérstaklega, sem varð miklu betri leiðtogi við þjálfaraskiptin. Skemmtilegasti leikur tímabilsins? Sigurður Orri: Skemmtilegasti leikur tímabilsins var að mínu mati leikur Milwaukee Bucks og Phoenix Suns sem fór fram 20. apríl síðastliðin. Fór 128-127 og var algerlega frábær, smjörmefurinn að því sem átti eftir að gerast í úrslitakeppninni. Leikmaður sem stendur upp úr? Kjartan Atli: Erftitt er að taka einn leikmann fyrir þegar kemur að því að horfa til þeirra sem stóðu sig vel. Steph Curry minnti heldur betur á sig með Golden State Warriors og gerði liðið samkeppnishæft þrátt fyrir að vantaði Klay Thompson allt tímabilið. Kevin Durant sýndi í úrslitakeppninni að hann er besti körfuboltamaðurinn í heiminum um þessar mundir. Hann setti niður fáránleg skot og frammistaða hans á nánast öllum sviðum íþróttarinnar var mögnuð. Ja Morant var svo sá ungi leikmaður sem mér þótti skemmtilegast að horfa á. Þessi strákur sem var nánast uppgötvaður fyrir slysni af aðstoðarþjálfara Murray State í háskólaboltanum á sínum tíma, er nú orðinn einn mest spennandi leikmaður heims. Manni finnst líka alltaf gaman að ungum leikmönnum sem vaxa eftir því sem sviðið stækkar. Ef fólk er að koma sér inn í NBA-deildina og vantar leikmann til að halda upp á, þá er Ja Morant einhver sem skoða mætti gaumgæfilega í því samhengi. Sigurður Orri: Leikmaðurinn sem kom mér mest á óvart í vetur á jákvæða vegu var Julius Randle hjá New York Knicks. Ég var búinn að ákveða að hann væri svarthol sem skilaði góðum tölum en gerði lítið annað. Hann átti hins vegar frábært tímabil og skilaði langþreyttum Knicks heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Hvað olli vonbrigðum? Kjartan Atli: Meiðslin ollu mestu vonbrigðum. Ég spái því að þegar rykið er sest og árin líða, muni einhver kvikmyndagerðamaður gera heimildarmynd um þetta leiktímabil. Margir gagnrýndu hversu þétt var leikið, hversu lítil pása var milli leiktímabila og bentu á að verið væri að ýta leikmönnum út fyrir mörk hins mannlega þegar kemur að álagi. Meiðsli í bland við Covid 19 var eitthvað sem lék alltof stóra rullu í þessu leiktímabili. Sigurður Orri: Vonbrigðaleikmaðurinn fyrir mér er Kristaps Porzingis. Porzingis þurfti að stimpla sig inn sem alvöru maður við hliðina á Luka Doncic, það gerði hann ekki og Dallas fara með fleiri spurningar en svör inn í næsta tímabil. Bucks verðskuldaðir meistarar? Kjartan Atli: Eftir nánast hvert tímabil byrjar umræða um hvort að liðið sem stóð uppi sem sigurvegari hafi átt titilinn skilið. Í fyrra vildu einhverjir stjörnumerkja titil Lakers útaf því að hann vannst í búbblunni svokölluðu. Tímabilið á undan vann Toronto eftir að lykilmenn Golden State heltust úr lestinni. Warriors-liðið varð svo meistari þar á undan með hálfgert ofurlið sem hægt var að setja saman vegna einstakra aðstæðna á fjárhagslegu hliðinni; þegar launaþak NBA hækkaði ofboðslega eitt sumarið. Þannig gat Kevin Durant farið til Warriors. Svona er umræðan eiginlega alltaf. Vissulega voru fleiri stjörnur meiddar nú en gengur og gerist. Giannis meiddist einnig og Bucks náðu samt að komast í gegnum þá hindrun. Staðreyndin er einfaldlega sú að öll liðin leggja af stað í leiðangur og aðeins eitt lið stendur eftir að tímabilinu loknu. Á þessari leiktíð var það lið Milwaukee og er liðið því verðskuldaður meistari. Sigurður Orri: Bucks eru verðskuldaðir meistarar. Mæta inní þetta tímabil eftir mikil vonbrigði síðustu ár og sækja sér alvöru mann í Jrue Holiday. Það gerði gæfumuninn hjá þeim í úrslitakeppninni. Það eru meiðsli á hverju ári og allt tal ef og hefði hefu ekkert að segja. Hversu hátt er þakið hjá Giannis? Kjartan Atli: Saga Giannis er falleg. Foreldrar hans fluttu til Grikklands frá Nígeríu og unnu foreldrar hans hörðum höndum að koma drengjunum sínum áfram í lífinu. Móðir hans vildi að Giannis og bræður hans myndu verða stoltir af því að vera Grikkir þannig að hún gaf þeim öllum einstaklega falleg grísk nöfn. Antetokounmpo bræðurnir eru stoltir Grikkir og gríska þjóðin er stolt af þeim. Þetta er skýrt dæmi um fegurð fjölmenningarinnar. Gríska þjóðin er svo sannarlega ríkari vegna þessarar fjölskyldu sem vildi flytjast til landsins og verða grísk. Þarna leynist að mínu mati lexía fyrir yfirvöld annarra landa. Þetta sýnir líka íþróttahreyfingunni hversu mikilvægu hlutverki hún gegnir í aðlögun aðfluttra. Og þjónustun á að sjálfsögðu ekki að vera einungis í boði fyrir afreksfólk, heldur alla sem kjósa að stunda íþróttir í nýju landi. Maður getur ekki annað en haldið með þessum bræðrum. Giannis er hógværðin uppmálið, kemur vel fyrir og er einstaklega vinsæl stórstjarna á meðal annarra leikmanna deildarinnar. Ég hugsa að flestir leikmenn samgleðjist honum innilega. Ég held að þakið hjá Giannis nái út fyrir körfuboltann. Hann getur orðið stórstjarna í heimi íþróttanna og orðið einhverskonar sameiningartákn, því hann hefur bæði sterk tengsl við Evrópu og Afríku, en leikur nú í Bandaríkjunum. Giannis er líka birtingarmynd áralangrar þróunnar; NBA-deildin er að verða alþjóðleg. Nú eru skærustu stjörnur framtíðarinnar fæstar frá Bandaríkjunum. Auk Giannis má nefna Slóvenan Luka Doncic, Kamerúnan Joel Embiid, Serbann Nikola Jokic, Ástralann Ben Simmons, Kanadamanninn Jamal Murray, Litháan Damantas Sabonis og DeAndre Ayton frá Bahamas. Listinn er lengri, en fyrir okkur sem fylgjumst með deildinni er þetta sönnunn þess að útbreiðsla íþróttarinnar hefur gengið frábærlega. Sigurður Orri: Giannis getur orðið einn af bestu leikmönnum sögunnar. Hann er nú þegar kominn með ferilskrá sem allir aðrir en kannski 20-25 bestu leikmenn sögunnar dauðöfunda hann af. Ég segi bara eina og Bachman-Turner Overdrive sungu um árið: You Ain't Seen Nothin' Yet. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31 Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00 „Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. 21. júlí 2021 09:06 Frá mögrum táningi yfir í besta leikmann deildarinnar Saga Giannis Antetokounmpo – gríska goðsins – er engum lík. Æviskeið hans er ólíkt flestum þeim sem hafa komist á topp NBA-deildarinnar í körfubolta. 22. júlí 2021 10:01 Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga. 22. júlí 2021 12:00 Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta 20. júlí 2021 07:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31
Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00
„Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. 21. júlí 2021 09:06
Frá mögrum táningi yfir í besta leikmann deildarinnar Saga Giannis Antetokounmpo – gríska goðsins – er engum lík. Æviskeið hans er ólíkt flestum þeim sem hafa komist á topp NBA-deildarinnar í körfubolta. 22. júlí 2021 10:01
Giannis stoppaði í bílalúgu með bikarana og pantaði fimmtíu kjúklinganagga Daginn eftir að hafa orðið NBA-meistari með Milwaukee Bucks renndi Giannis Antetokounmpo við í bílalúgu og pantaði sér fimmtíu kjúklinganagga. 22. júlí 2021 12:00
Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta 20. júlí 2021 07:30