Egyptar rúlluðu yfir Portúgala á lokakaflanum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:45 Egyptar eru komnir á blað í Tókýó. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Egyptaland vann frábæran 37-31 sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í B-riðli í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Egyptar stungu Portúgala af í síðari hálfleik eftir jafnan leik framan af. Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira