Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2021 19:00 Mengunin frá skemmtiferðaskipum er augljós á þessari mynd. Stöð 2/Kristinn Gauti Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Risastór farþegaskip eins og það sem lá við Skarfabakka í dag er á við íslenskt bæjarfélag með þúsundir manna um borð. Á meðan þau staldra við í höfninni eru þau að brenna olíu og menga þar af leiðandi töluvert mikið. Á fágætum góðviðrisdegi eins og í Reykjavík í dag blasir mengunin við. Í ár er einungis búist við sjötíu komum skemtiferðaskipa en í góðu ári eins og 2019 komu 190 skip með 200 þúsund farþega. Miklu munar að geta tengt skipin við rafmagn á meðan þau liggja við bryggju. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir ávinninginn af landtengingu skemmtiferðaskipa ekki mældan í krónum heldur loftgæðum.Stöð 2/Kristinn Gauti Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Faxaflóahafna segir rafvæðingu hafna Faxaflóahafna í raun hafa byrjað fyrir nokkrum árum. „Gamla höfnin í Reykjavík býður upp á það sem kallað er lágspennutengingar. Þannig að ferðaþjónustan þar líka er landtengd. Við erum að vinna með stóru skipafélögunum í Sundahöfn um landtengingar gámaskipanna,“segir Magnús Þór. Reiknað sé meðað því verkefni ljúki næsta vetur en það sé unnið með Veitum og ríki. „Síðan er stóra verkefnið sem eru farþegaskipin. Það er ákaflega stórt og dýrt verkefni. Það gæti verið fjárfesting upp á fjóra milljarða myndi ég áætla. Þá erum við að tala um þrjár tengingar í Sundahöfn, eina á Akranesi og eina á Miðbakkanum í gömlu höfninni,“ segir forstjóri Faxaflóahafna. Í ár er aðeins reiknað með sjötíu komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna. Árið 2019 voru komurnar hins vegar 190 og komu um tvö hundruð þúsund farþegar með þeim skipum.Stöð 2/Kristinn Gauti Búist sé við að þetta verði klárað á árunum 2025 og 2026. Þetta sé hins vegar fjárfesting sem borgi sig seint í krónum talið. Horft sé til tveggja annarra þátta. Losun gróðurhúsalofttegunda og annarra lofttegunda sem varði loftgæði, eins og brenisteinsefni og svifryk. „En við áætlum að við getum í báðum þessum þáttum minkað losun um fjörtíu til fimmtíu prósent. Þá er ég að tala um alla umferðina frá því skipin koma í okkar umsjón og inn fyrir höfnina,“ segir Magnús Þór Ásmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent