Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 21:00 Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar. stöð2 Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni. Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær. Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær.
Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00