Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wuhan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 21:09 Yfirvöld hafa fyrirskipað að allar 9,3 milljónir íbúa í Nanjing skuli skimaðar fyrir Covid-19. Getty/Shao Ying Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking. Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira