Einnig stóð til að skjóta geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í síðustu viku en hætt var við það eftir að hreyflar nýrrar rússneskrar einingar sem tengd var við geimstöðina fóru óvænt í gang og sneru henni á hvolf.
Sjá einnig: Hreyflar nýrrar einingar fóru óvænt í gang og færðu geimstöðina af réttri sporbraut
Allra fyrst átti þó að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar í desember 2019. Því var skotið á loft en geimfarið komst aldrei á rétta sporbraut. Var það vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á loft.
Sjá einnig: Boeing lenti geimfari sem hlekktist á
Í tilkynningu frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sem birt var í nótt segir að hætt hafi verið við geimskotið í gær eftir að loki í eldsneytiskerfi Starliner lokaðist ekki. Í nótt varð svo ljóst að ekki væri hægt að laga gallann auðveldlega og var geimfarið og Atlas-V eldflaugin sem átti að bera geimfarið fjarlægt af skotpalli.
We're not proceeding with #Starliner launch tomorrow. Our team cycled the Service Module propulsion system valves and is taking time to gather data for next steps. We've ruled out software as a cause for the unexpected position indications.
— Boeing Space (@BoeingSpace) August 4, 2021
More: https://t.co/2fCrIY7uc8 pic.twitter.com/8dvlfpAOne
Ekki liggur fyrir hvenær næst verður reynt að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar.
Boeing segir gallann ekki tengjast hugbúnaði og verkfræðinar fyrirtækisins þurfti tíma til að tryggja örggi og velgengni geimskotsins.
Bæði Boeing og SpaceX hafa unnið að því að byggja upp getu til að senda menn frá Bandaríkjunum út í geim. SpaceX skaut fyrsta geimfari sínu, Dragon, til geimstöðvarinnar árið 2019 og hefur síðan þá skotið tveimur hópum geimfara til geimstöðvarinnar.