Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2021 11:34 Ekki er mælt með því að fólk vappi um á hrauninu. Vísir/Vilhelm Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent