Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 14:45 Skimun fyrir Covid-19 meðal íbúa í Wuah, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst. AP/Chinatopix Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira