Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 09:00 Bátar og þyrlur leita að flaki þyrlunnar sem fórst í Kurile-vatni á Kamtjatkaskaga í dag. Vatnið situr í gömlum eldfjallagíg og er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Vísir/EPA Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu. Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47