Þrífast börn best á misjöfnu? Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:30 Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best. Þessi málsháttur ætti kannski einmitt að minna okkur á að það búa ekki öll börn við sömu kjör, aðbúnað og atlæti. Allt of mörg börn búa ekki við það öryggi sem mörgum öðrum finnst vera svo sjálfsagt. Víða um heim hafa börn búið við stríðsástand alla sína ævi. Mörg börn eru á flótta með fjölskyldum sínum í leit að öruggu skjóli og fjöldi barna hefur horft upp á foreldra sína tekna af lífi, systkinum sínum nauðgað eða bekkjarfélaga sína sprengda í loft upp á leiðinni til eða frá skóla. Þá er ekki víst að börn fái grunnmenntun, eigi húsaskjól eða fái mat að borða næst þegar þau eru svöng. Við getum svo sannarlega verið þakklát fyrir margt hér á friðsæla Íslandi miðað við þær aðstæður sem allt of margir búa við. Samt sem áður eigum við enn langt í land með að tryggja að öll börn búi við örugg og viðunandi skilyrði. Samkvæmt samantekt Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2021 um 17,5% miðað við sama tímabil árið á undan. Tilkynningar vegna kynferðisofbeldis eru 86,7% fleiri en á sama tímabili í fyrra og tilkynningar vegna heimilisofbeldis eru 43,1% fleiri. Í rúmlega 100 ár hafa Barnaheill – Save the Children staðið vörð um réttindi barna um allan heim. Áskoranirnar eru misjafnar og mörg þau réttindi sem þurfti að berjast fyrir eru sjálfsögð í dag. Þegar Barnaheill voru stofnuð í Bretlandi árið 1919 hafði ekki verið hugað sérstaklega að réttindum barna. Víða voru skýr fyrirmæli um hvernig ætti að hegna þeim ef þau hlýddu ekki og má þar t.d. nefna Tilskipunina um Húsagann frá árinu 1746 sem kvað á um að foreldrar máttu straffa börn með alvarlegum orðum ef þau hlýddu ekki fyrirmælum eða hegðuðu sér ósæmilega. Ef brot barnanna var alvarlegra mátti hýða þau með hendi eða vendi. Í norskum lögum frá árinu 1687 var börnum refsað með þrælkunarvinnu og arfmissi ef þau vönduðu ekki orð sín við foreldra sína og þau áttu dauðarefsingu á hættu ef þau réðust á foreldra sína. Ljóst er að ekki þótti sérstök ástæða til að vernda börn og ef til vill varð þessi málsháttur til þá. Flest verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi snúa að forvörnum gegn hvers kyns ofbeldi. Má þar nefna stærstu innlendu verkefnin sem eru Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti, Verndarar barna – forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi og Ábendingalínan þar sem hægt er að tilkynna til lögreglunnar um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu. Með forvörnum er stuðlað að því að koma í veg fyrir að börn verði fyrir þeirri hræðilegu reynslu að vera beitt ofbeldi. Það er gert meðal annars með öflugri fræðslu til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum um einkenni ofbeldis og eineltis og höfða til ábyrgðar þeirra fullorðnu að skapa börnum þannig umhverfi að ofbeldi fái ekki að þrífast. Því miður er skaðinn stundum skeður og þá er mikilvægt að þeir fullorðnu fái fræðslu um hvernig best er að bregðast við, stöðva ofbeldið og styrkja þau börn sem fyrir ofbeldinu verða. Barnaheill hafa í gegnum tíðina verið öflugur málsvari barna og eru sífellt á verði þegar kemur að lagasetningu, reglugerðum og öðrum ákvörðunum sem teknar eru í málefnum barna. Samtökin hafa beitt sér fyrir ýmsum málefnum sem hafa tryggt betri stöðu barna og má þar nefna gjaldfrjálsan grunnskóla og tannlækningar barna. Réttur allra barna til lífs og þroska er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þó að á misjöfnu þrífist börnin best eru ákveðin grundvallaratriði sem öll börn eiga rétt á. Við sem samfélag berum öll ábyrgð á að tryggja að öll börn búi við viðunandi aðstæður. Barnaheill munu halda áfram að minna á það og standa vörð um réttindi allra barna. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar