Hætta að skoða öll bólusetningavottorð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 11:47 Líf er farið að færast yfir Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum. „Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
„Það er auðvitað ekki hægt að hafa stöðuna eins og hún er núna, hvort sem menn líta til sóttvarnaráðstafana né heldur upplifun fólks af því að fara í gegnum völlinn. Ég veit að það er verið að vinna sérstaklega að því að kana flæði á vellinum og hvort það eigi að skoða bólusetningavottorð með meira tilviljanakenndum hætti en hvert og eitt einasta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Nýtt verklag verði tekið upp fyrir vikulok. „Það eru mögulega einhverjar fleiri leiðir í boði en ég geri ráð fyrir því að það muni fara í framkvæmd bara á allra næstu dögum sem mun leiða til þess að það verður frekara flæði á vellinum og munum koma í veg fyrir svona öngþveiti.“ Þórdís Kolbrún segir ástandið óboðlegt líkt og það sé nú. Verið sé að leysa úr hnökrum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra bindur vonir við að þetta nýja verklag muni skila árangri. Þá sé mikilvægt að hægt sé að treysta á að flugfélögin krefjist vottorða frá farþegum sínum. „Þetta á auðvitað að vera þannig að flugfélögin skoði vottorð við byrðingu og við vitum af reynslunni á Keflavík að flest öll flugfélög standa sig þar mjög vel, þannig að það sé hægt að taka upp áhættumiðað eftirlit og tekið bara stikkprufur frá fólki. Það sama gildir um önnur vottorð og ég veit að menn eru að fara yfir það til að gera þessa ferla skilvirkari,“ segir Sigurður Ingi. Flugfélögin séu hins vegar ekki skuldbundin til að óska eftir vottorðum. „Þau eru ekki skuldbundin til þess að óska eftir að menn sýni fram á neikvætt PCR eða hraðpróf eða við byrðingu og það gerist auðvitað ekki í Keflavík. En síðan eru bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri covidsýkingu. Ég heled það gæti verið ágætt að búa til einhverja ferla þannig að menn geti farið í þær raðir sem eru viðeigandi og þannig geti hlutirnir farið að ganga.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að leysa úr flækjum á flugvellinum.Vísir/Vilhelm Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, segir að þó það hafi vissulega verið fjölmennt á flugvellinum þá séu farþegar áfram mun færri en þeir hafi verið fyrir tveimur árum og að flugvöllurinn geti vel tekið á móti fleirum. „Ef við berum saman gærdaginn þá vorum við að taka á móti um ellefu þúsund farþegum. Ef við horfum til sama tíma fyrir tveimur árum þá fóru um það bil tuttugu og sjö þúsund á dag, þannig að þetta er ekki nema einn þriðji af því sem við höfum verið að taka á móti á stórum dögum,“ segir Grettir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira