Hátt í fjögur hundruð börn í sóttkví eftir vikuna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. ágúst 2021 15:32 Að minnsta kosti þrjú hundruð börn sitja nú heima í sóttkví eftir vikuna. Vísir/Vilhelm Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum. Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Smit kom nýlega upp hjá starfsmanni frístundaheimilisins Frostheima í Vesturbæ. Dóróthea Ævarsdóttir, forstöðumaður Frostheima segist hafa fengið fregnir af smitinu í gær og var tilkynning send á alla foreldra í kjölfarið. Um fimmtíu börn sem höfðu verið á vikulöngu leikjanámskeiði í Frostheimum eru nú komin í sóttkví. Börnin eru níu og tíu ára gömul. Þá greindist starfsmaður leikskólans Holts í Breiðholti einnig smitaður í gær. Þrjátíu börn og tíu starfsmenn voru send í sóttkví í kjölfarið. Halldóra B. Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri sagði í samtali við RÚV að leikskólinn sé í tveimur aðskildum húsum þar sem enginn samgangur er á milli. Því hafi aðeins börn úr öðru húsinu þurft að fara í sóttkví. Vísir greindi frá því fyrr í dag að öll börn af leikskólanum Álftaborg í Reykjavík hafi verið send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður. Sá leikskóli rúmar tæplega níutíu börn. Þá lentu 57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í sóttkví eftir að smit greindist í sumarfrístund. Starfsmaður leikskóla á Seltjarnarnesi greindist einnig smitaður af kórónuveirunni í vikunni og voru í kjölfarið um hundrað börn send í sóttkví. Þá var ungbarnaleikskólanum Sólgarði í Reykjavík lokað á þriðjudaginn vegna smits sem þar kom upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru um fimmtíu börn í kringum eins árs aldurs í sóttkví. Alls eru þetta tæplega fjögur hundruð börn sem hafa verið send í sóttkví. Grunnskólar hafa ekki ennþá hafið göngu sína eftir sumarfrí er því ekki ólíklegt að sóttkví barna eigi eftir að færast í aukana þegar skólastarf hefst af fullum krafti að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um smit í leikskólanum Sólgarði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Íþróttir barna Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira