Ringulreið og skert réttindi nú þegar Talibanar hafa tekið völdin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2021 17:01 Stjórnarher Afganistans gekk ekkert að halda aftur af leiftursókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Mikil ringulreið hefur ríkt á alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir að Talibanar tóku völdin í Afganistan í gær. Öryggis- og varnarmálafræðingur segir borgarbúa hrædda og halda sig heima. Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021 Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Talibanar hafa átt í átökum við stjórnvöld í tuttugu ár en frá því herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra verið afar hröð. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur sem starfaði fyrir NATO í Afganistan, segir að mögulega hafi afganski herinn og ríkisstjórnin ekki verið í stakk búin til að missa þennan stuðning. „Það eru fjórir dagar síðan bandaríska leyniþjónustan sagði í það minnsta 30 daga þar til Talibanar myndu umkringja Kabúl og það tæki þá 90 daga að ná tökum á borginni. Eins og við höfum öll séð, sem höfum fylgst með fréttum undanfarna daga, þá tók þetta innan við 10 daga. Það eru bara 10 dagar frá því þeir tóku fyrstu héraðshöfuðborgina,“ segir Brynja. Brynja Huld Óskarsdóttir minnir á að það hafi aðeins tekið Talibana tíu daga frá því þeir náðu valdi á fyrstu héraðshöfuðborginni og þar til þeir náðu valdi í landinu öllu. Nú þurfi landsmenn að fylgja reglum og túlkun Talibana á kóraninum, sem sé sú öfgafyllsta í heimi. Þetta þýði til dæmis afar skert réttindi kvenna. Brynja segir ringulreið nú ríkja í landinu. Ófremdarástand á flugvellinum „Staðan í Kabúl í dag er sú að það er örtröð á Hamid Kharzai-flugvellinum. Það var búið að setja upp loftbrú í gær til að koma starfsfólki vestrænna sendiráða úr landi og til stóð að flytja líka Afgani sem hafa verið að vinna fyrir vestrænt herlið eða sendiráð. Sú loftbrú féll niður í nótt. Það eru einhver herflug að koma og fara eftir að lokað var fyrir almenn flug í gær. En það sem af er degi er meira að segja óöruggt fyrir herflugin að koma og fara því það er svo mikil ringulreið á flugvellinum í Afganistan.“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund vegna stöðunnar í dag og breska þingið hefur verið kallað saman svo fátt eitt sé nefnt. En ef til vill eru þessi viðbrögð alþjóðasamfélagsins of sein, segir Brynja. Ólíklegt sé að vesturlönd ákveði að fara aftur inn með herlið í landið til að berjast við Talibana. Kabul Airport runway today. No words needed. pic.twitter.com/8SfzEOprUZ— Shiv Aroor (@ShivAroor) August 16, 2021
Afganistan NATO Tengdar fréttir Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41 Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01 Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Vitað um einn Íslending enn í Afganistan Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi. 16. ágúst 2021 12:41
Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. 16. ágúst 2021 12:01
Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt. 16. ágúst 2021 11:34