Örsaga úr Bónus Hildur Inga Magnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 13:30 Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: ,,nei þetta er ekki í boði”. Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: ,,ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð”, ,,nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri” ,,það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu”. Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: ,,ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat”. Þegar svitinn hefur þornað ferð þú að velta fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka ,,frekjukast” í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif? Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í. Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar. Börn gráta, það er þeirra leið til að láta í ljós vanlíðan. Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum. Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar