Hafa allir raunverulegan kosningarétt? Árni Múli Jónasson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar