Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 22:15 Sigmar Guðmundsson er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira