Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 08:24 Blair fór ófögrum orðum um ákvörðunina um að yfirgefa Afganistan. epa/Vickie Flores Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni. Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Blair sagði í samtali við breska fjölmiðla að þátttaka Breta í aðgerðum í Afganistan hefði ekki verið til einskis, né fórnir breskra hermanna. Raunverulegur árangur hefði náðst á 20 árum, ekki síst að tryggja að heil kynslóð komst til vits og ára utan skugga talíbana. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagði engan vafa á að ný stjórn talíbana myndi veita Al Kaída skjól. Þá hefði Ríki íslams verið að ná fótfestu í Afganistan. „Ef þú horfir til heimsins alls þá sérðu að þeir sem fagna þessari þróun eru aðeins þeir sem eru óvinveittir vestrænum hagsmunum,“ sagði hann. Blair sagði Breta hafa siðferðilega skyldu til að vera áfram í Afganistan þar til allir sem þyrftu að komast úr landinu hefðu verið fluttir á brott. Það ætti ekki að gerast með semingi, heldur í anda mannúðar og af ábyrgðartilfinningu. Hann sagði að mistök hefðu verið gerð en að viðbrögðin við þeim mistökum, að fara frá landinu, þýddu að sá árangur sem hefði náðst síðustu 20 ár myndi glatast. Nú fögnuðu allir jíhadistar. Stjórnvöld í Rússlandi, Kína og Íran myndu sjá sér leik á borði. Peter Galbraith, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Afganistan, sagði að öll þau ríki sem komið hefðu að aðgerðum í Afganistan bæru ábyrgð á því hvernig nú væri komið. Það sem hefði verið „hálfvitaleg“ hefði verið að reyna að mynda eina miðstjórn í ríki sem væri jafn menningar- og landfræðilega fjölbreytt og Afganistan. Og ekki síður að mynda bandalag með stjórnvaldi sem væri jafn spillt og raun hefði borið vitni.
Afganistan Bretland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira