Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálfstæðisflokkinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar