Lífsgæðin á landsbyggðinni – best geymda leyndarmálið Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 11:01 Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar