Flan og firrur Bjarna Benediktssonar á Hringbraut Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. ágúst 2021 10:01 Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku mætti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, í umræðuþáttinn Pólítík með Páli Magnússon á Hringbraut. Sumt af því, sem fram kom hjá ráðherranum, vakti nokkra athygli, en líka spurningar. Ráðherrann sagði m.a. að brýnt væri að halda áfram þessari ríkisstjórn, með Vinstri grænum, til að halda vinstri öflunum í landinu frá völdum!? Með þessu var ráðherrann auðvitað að lýsa þeirri skoðun sinni, að Vinstri grænir væru ekki vinstri flokkur, eða þá, að Vinstri grænir réðu engu í þessari ríkisstjórn. Þessi greining virðist falla að nýlegum skoðanakönnunum, sem sýna að 88% Sjálfstæðismanna eru ánægðir með ríkisstjórnina, á sama tíma og 71% Vinstri grænna eru óánægðir og á móti þessari ríkisstjórn. Óánægðu Vinstri græna má skilja, þar sem öllum helztu málefnum Vinstri grænna, sem standa þó staðfest í stjórnarsáttmála, var kastað fyrir róða hjá þessari ríkisstjórn. Má þar nefna friðun hvala, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, stórfellt átak í loftslagsmálum – skv. síðustu skýrslum menga Íslendingar meir á mann, en nokkurn önnur evrópsk þjóð – endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra og endurskoðun stjórnarskrár. Botninn datt úr hverju einasta þessara mála, þegar til átti að taka. Þetta var því ósmekklegt umræðuflan hjá Bjarna, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisáðherra, en ekki firra. Hvernig Katrín getur í framhaldi af þessum óförum og ummælum svo og gegn vilja mikils hluta flokksmanna sinna, enn talað fjálglega um framhald þessarar ríkisstjórnar, ef úrslit kosninga leyfa, er veruleg ráðgáta. Fjármálaráðherra fór í annað mál á Hringbraut. Hann fullyrti, að krónan hefði sannað gildi sitt, því hún hefði hjálpað okkur að komast yfir COVID-pláguna. Jafnhliða hefðu COVID-lausnir ríkisstjórnarinnar sýnt, hversu vel hún hefði stýrt viðspyrnunni við faraldrinum. Aðrir menn, sem nokkuð þekkja til efnahagsmála, sjá þetta öðruvísi. Þeir telja, að góð skuldastaða ríkissjóðs og gildur gjaldeyrisvarasjóður - í Evrum og Bandaríkjadölum, ekki í krónum, þær hefðu verið gagnslausar -, sem ferðaþjónustan átti sinn ríka þátt í að skapa, hafi gert ríkisstjórninni kleift að taka um 500 milljarða að láni, sem hún síðan dreifði í smá og stór fyrirtæki, sveitarfélög og aðra, þannig, að einstaklingar og fyrirtæki kæmust heilu og höldnu í gegnum faraldurinn. Ríkisstjórnin bjargaði því þjóðinni í gegnum þennan skafl með stórfelldri lántöku, sem auðvitað þarf að greiða til baka, sennilega af næstu kynslóð. Það virðist vart vera hægt að flokka þessar lausnir undir sérstaka stjórnvizku eða sérstaklega góða frammistöðu ríkisstjórnarinnar. Þetta var því firra hjá ráðherranum. Fjármálaráðherra velti upp enn einu máli, sem olli nokkrum heilabrotum hjá þeim, sem til þekkja. Hann sagði, að lág verðbólga, núll-prósent-verðbólga, eins og hann orðaði það, væri alvarlegt sjúkleikamerki. Nefndi hann þetta, þegar háa verðbólgu á Íslandi bar á góma, en hún var 4,3% hér í júní, á sama tíma og meðaltalsverðbólga á öllu Evru-svæðinu var 1,9%. Átti þetta núll-prósent-tal að sýna, að verðbólgan hér á Íslandi væri ekki sem verst. Það væri betra að hafa hana hærri, en allt of lága. Sérstök speki það. Í þessu samhengi má þá nefna, að verðbólga í Þýzklandi, en hagkerfið þar er eitt það stöðugasta og sterkasta í heimi, sveiflaðist milli 0% og 1% 2015, 2016 og 2019, og voru efnhags- og atvinnumál þar þó í miklu flugi á þessum tíma. Hér varð því fjármálaráðherra aftur á í messunni; firra. Þetta breytir ekki því, að flestir hagfræðingar telja, að 1-2% verðbólga sé ákjósanleg, þó að 0-1% geti líka verið í lagi, á sama hátt og 4,3% verðbólga, eins og hér er, er af flestum hagfræðingum talin varahugaverð ef ekki hættuleg, nema þá af fjármálaráðherra. Bezt færi á því, ef fjármála- og efnhagsráðherrar væru vel að sér í hagfræði og efnahagsmálum, en ekki verður á allt kosið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun