Brauðgerðarkenningin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. ágúst 2021 10:20 Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við þekkjum brauðmolakenninguna – um að því ríkari sem auðmennirnir verða því betra sé það fyrir samfélagið í heild því að brauðmolar hrjóti af allsnægtarborðum hinna ríku niður til hinna. Þetta er ljót hugsun. Þetta er sú pæling að ranglætið borgi sig. Eiginlega var þetta afgreitt fyrir mörgun öldum með vísu sem eignuð hefur verið ýmsum kjaftforum mektarskáldum: „Það er dauði og djöfuls nauð, / er dyggðasnauðir fantar, / safna auð með augun rauð / en aðra brauðið vantar ...“ Brauð rímar við auð: og peningar – eru þeir ekki svolítið eins og hveiti? Sumum finnst skynsamlegt að það sé geymt í risastórum skemmum, og geymt þar bara og geymt. Aðrir telja að réttlætismál sé að gera hveitið upptækt og dreifa því, eða öllu heldur láta Flokkinn taka það; alræmdasta dæmið um slíkt var í Úkraínu á fjórða áratug 20. aldar á valdatíma kommúnista sem ráku bændur af jörðum sínum og þetta kornforðabúr Evrópu var tæmt til ríkisnota svo að úr varð ein hryllilegasta hungursneyð síðustu aldar og milljónir sultu í hel. Nei. Við þurfum að skapa hvata til þess að fólk sem á öll þessi lifandis býsn af hveiti skapi eitthvað gott og hollt úr því. Til dæmis gott brauð. Þar þarf augljóslega gagnsætt og gott markaðsfyrirkomulag – hæfilega mikið ger, en ekki of mikið því þá hefast það um of. Það þarf að mæla það, líta eftir því, hafa hönd í bagga. Það þarf með öðrum orðum stjórnvaldsákvarðanir sem ýta undir það að nota hveitið frekar en að geyma það. Þetta er brauðgerðarkenningin. Það þarf að beinlínis að koma því svo fyrir að það borgi sig frekar að búa til brauð en að geyma hveitið í kornhlöðum. Eða svo að ég hætti nú að bögglast með þessa líkingu: það þarf að skattleggja ofsagróða; ekki eðlilegan sparnað af eðlilegum tekjum heldur ofsagróða. Það þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir auðugt fólk að fjárfesta í grænum lausnum, grænni orku – með skattaívilnunum – en tómt tjón og tap af því að fjárfesta í grárri orku og loftslagsógn. Það þarf að virkja það afl sem í auðmagninu býr – ríkisvaldið býr yfir tækjum og tólum til að búa til auðmagnsvirkjanir – en gæta þess að það verði ekki að eyðingarafli – eins og óheftur kapítalisminn verður – eða stíflað með öllu, eins og gerist í ríkisvæðingu kommúnismans. Jafnaðarmenn aðhyllast nefnilega brauðgerðarkenninguna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun