„Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2021 15:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lýðræði sé ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka nálgun á stjórnmál. „Áhersla á fólk - hugmyndir þess, velferð og valdeflingu - og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans,“ segir Þórhildur Sunna. Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Pírata þar sem kosningastefna flokksins var kynnt í dag. Þórhildur Sunna segir loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórða iðnbyltingin vera áskoranir samtímans - ekki framtíðar. „Við erum komin á þann tímapunkt í sögunni að það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að tala um framtíðin hitt, framtíðin þetta eða að hún ráðist á miðjunni. Loftslagsbreytingar eru farnar að hafa mikil áhrif. Sjálfvirknivæðingin er hafin. Ef ekki á illa fara þá þurfum við aðgerðir, núna,“ segir Þórhildur Sunna. Kosningastefna Pírata sem kynnt var hefur fengið yfirskriftina „Lýðræði – ekkert kjaftæði“. Píratar samþykktu kosningastefnu í 24 köflum í sumar, þar sem lýðræðið og valdefling fólks er sagður rauður þráður í gegnum alla stefnuna. „Stefnan miðar að því að skapa á Íslandi sjálfbært velsældarsamfélag sem hvílir á nýrri stjórnarskrá, hagkerfi framtíðarinnar, sanngjörnum leikreglum og virðingu við náttúru og fólk. Samfélag þar sem fólk hefur raunverulega getu til að taka þátt í lýðræðinu og rödd þess skiptir einhverju máli. Þetta samfélag hvílir á fimm stoðum, sem Píratar kynntu í dag: Efnahagskerfi 21. aldarinnar Ný mælitæki í stað þess að einblína á hagvöxt Mengandi og auðugir bera byrðarnar Öll opinber útgjöld endurskoðuð Hærri persónuafsláttur og dregið úr skerðingum Umhverfis- og loftslagshugsun Kolefnishlutleysi árið 2035 Ábyrgðin færð á stjórnvöld og mengandi stórfyrirtæki Jákvæðir hvatar til að flýta grænvæðingunni Orku forgangsraðað í þágu smærri notenda Nýja stjórnarskráin, auðvitað Ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs Þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum Forsendan fyrir ríkisstjórnarsamstarfi Virkar varnir gegn spillingu Efling eftirlitsstofnana og lagaumhverfis Endurskoðun á starfsumhverfi fjölmiðla Aukin vernd fyrir uppljóstrara Rannsóknir á fjárfestingaleið Seðlabankans og spillingu í sjávarútvegi Róttækar breytingar í sjávarútvegi Eign þjóðarinnar á auðlindinni staðfest í stjórnarskrá Uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar Allur afli í gegnum innlendan markað og verðlagsstofa skiptaverðs lögð niður Refsivert að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á aflaheimildum.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði á fundinum að allar stefnur miði að sjálfbæru velsældarsamfélagi þar sem grunnþörfum allra sé mætt. „Grundvöllur velsældar í framtíðinni verður öflugt nýsköpunarumhverfi þar sem Píratar leggja fram aðgerðaráætlun í 20 liðum. Öruggt húsnæði, öflugt menntakerfi, hágæða heilbrigðiskerfi og lýðræði - ekkert kjaftæði - eru máttarstólpar hins sjálfbæra framtíðarsamfélags sem við Píratar ætlum að skapa.“ Í tilkynningu frá flokknum segir að Björn Leví hafi jafnframt tiltekið nokkur atriði sem finna megi í framtíðarsýn Pírata: Nýtt og framsækið menntakerfi sem byggir á námsstyrkjum. Uppstokkun og uppbygging á húsnæðismarkaði og sterkari staða leigjenda Nýr tónn í útlendingamálum og Útlendingastofnun lögð niður Dregið úr skerðingum í stuðningskerfunum þangað til þær hverfa endanlega Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónustu og þvingunarlaus og valdeflandi geðheilbrigðisþjónustu. Hætt að refsa vímuefnanotendum og skaðaminnkandi aðferðir í stað bannstefnu. Nýsköpunarlandið Ísland sem getur tekist á við loftslagsbreytingar, sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Bein útsending: Píratar kynna kosningastefnu sína Oddvitar Píratar munu kynna stefnu flokksins fyrir komandi alþingiskosningar á fundi sem hefst klukkan 15. 31. ágúst 2021 14:32