Heimsmet í eymd Ásmundur Friðriksson skrifar 1. september 2021 08:30 Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta Rússlandi, Venesúela, Kúbu og Norður-Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun, en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í N-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóðinni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í N-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap, en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnarvon í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna er líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta Rússlandi, Venesúela, Kúbu og Norður-Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun, en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í N-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóðinni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í N-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap, en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnarvon í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna er líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar