Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 14:51 Niðurstöðu dómara er að vænta í dag. Getty/ Erik McGregor Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál. Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Purdue viðurkenndi ábyrgð sína á ópíóðafaraldrinum árið 2019. Lyfjarisinn framleiðir deyfilyfið OxyContin og borgaði læknum lengi sérstaklega fyrir að skrifa upp á OxyContin lyfseðla auk þess að fyrirtæki sem heldur utan um rafrænar læknaskrár var borgað til að senda læknum upplýsingar um sjúklinga sem gerði þá líklegri til að skrifa út OxyContin til þeirra. Purdue viðurkenndi einnig á sínum tíma að hafa beint lyfjaspjótum sínum sérstaklega að fátækari samfélögum Bandaríkjanna. Fréttastofa AP greinir frá. Samþykki dómarinn Robert Drain áætlanir Purdue og fylkja- og sveitarstjórnanna gæti það bundið enda á baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fjölda ára til viðbótar. Samningurinn er metinn upp á tíu milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,3 billjónir króna (1.268.800.000.000 kr.). Sackler fjölskyldan, sem stofnaði fyrirtækið, þyrfti að gefa upp eignarhlut sinn í fyrirtækinu og borga 4,5 milljarð Bandaríkjadala. Eftir eignarskiptin yrði ágóða fyrirtækisins varið í að berjast gegn ópíóðafaraldrinum. Andstæðingar samkomulagsins gætu þó áfrýjað dóminum. Ákveði dómarinn að samþykkja ekki samkomulagið, eins og nokkur fylkjanna og aðgerðasinnar krefjast, gæti málið orðið mun flóknara. Framhaldið yrði mjög óljóst. Stríðandi fylkingar gætu sest aftur niður að samningaborðinu og málsóknir gegn Purdue og Sackler fjölskyldunni myndu líklega hefjast að nýju. Gangi það hins vegar í gegn að dómarinn samþykki samkomulagið, sem er í raun gjaldþrotayfirlýsing, verður það til þess að fyrirtækið og Sackler fjölskyldan þurfi að greiða brota brot af því sem þau þyrftu að greiða ef þau yrðu sakfelld fyrir dómstólum. Í samkomulaginu er það jafnframt tryggt að ekki sé hægt að höfða málsókn gegn neinum meðlimi Sackler fjölskyldunnar í tengslum við ópíóða. Það þýðir ekki að saksóknarar geti ekki ákært fjölskyldumeðlimi, þar sem dómskerfið í Bandaríkjunum er tvískipt: annars vegar glæpadómstólar og hins vegar almennir dómstólar, sem taka fyrir einkarekin mál.
Bandaríkin Lyf Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09
Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58
Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. 15. september 2019 12:20