Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 14:02 Frá Helgustaðanámu. Efri hluti námunnar til vinstri. Grunnur aðstöðuhúss og gömul tæki til hægri. Arnar Halldórsson Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira